Valur: Meistararnir með firnasterkan hóp

Kristinn Freyr Sigurðsson er lykilmaður á miðjunni hjá Íslandsmeisturum Vals.
Kristinn Freyr Sigurðsson er lykilmaður á miðjunni hjá Íslandsmeisturum Vals. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Valsmenn hefja sitt 101. tímabil í efstu deild Íslandsmótsins og það sautjánda í röð þegar þeir mæta Skagamönnum í fyrstu umferð úrvalsdeildar karla, Pepsi Max-deildarinnar, í kvöld.

Valur hefur 23 sinnum orðið Íslandsmeistari, þar af þrisvar á síðustu árum. Þá hafa Valsmenn ellefu sinnum orðið bikarmeistarar, síðast árið 2016. Þeir eru ríkjandi Íslandsmeistarar og voru með átta stiga forskot þegar keppni var hætt á Íslandsmótinu 2020 í októbermánuði.

Heimavöllur: Origo-völlurinn á Hlíðarenda – gervigras.
Þjálfari: Heimir Guðjónsson.
Aðstoðarþjálfari: Srdjan Tufegdzic.
Fyrirliði: Haukur Páll Sigurðsson.
Leikjahæstur í efstu deild: Bjarni Ólafur Eiríksson 244
Markahæstur í efstu deild: Ingi Björn Albertsson 109.

Leikmannahópur Vals keppnistímabilið 2021:

MARKVERÐIR:
1 Hannes Þór Halldórsson – 1984
25 Sveinn Sigurður Jóhannesson – 1995

VARNARMENN:
2 Birkir Már Sævarsson – 1984
3 Johannes Björn Vall – 1992
6 Sebastian Hedlund – 1995
13 Rasmus Christiansen – 1989
20 Orri Sigurður Ómarsson – 1995
21 Magnus Egilsson – 1994
29 Kári Daniel Alexandersson – 2003

MIÐJUMENN:
4 Christian Köhler – 1996
5 Birkir Heimisson – 2000
7 Haukur Páll Sigurðsson – 1987
8 Arnór Smárason – 1988
10 Kristinn Freyr Sigurðsson – 1991
33 Almarr Ormarsson – 1988

SÓKNARMENN:
9 Patrick Pedersen – 1991
11 Sigurður Egill Lárusson – 1992
12 Tryggvi Hrafn Haraldsson – 1996
15 Sverrir Páll Hjaltested – 2000
17 Andri Adolphsson – 1992
19 Kristófer Jónsson – 2003
26 Sigurður Dagsson – 2002
27 Kristófer André Kjeld Cardoso – 2002
28 Bele Alomerovic – 2004
77 Kaj Leo i Bartalsstovu – 1991

Valsmenn eru eins og áður með firnasterkan hóp og Heimir Guðjónsson hefur fyllt í skörðin af vandvirkni. Ætla mætti að það væri áfall fyrir íslenskt lið að missa Eið Aron Sigurbjörnsson og Valgeir Lunddal úr vörninni, Lasse Petry og Einar Karl Ingvarsson af miðjunni og Aron Bjarnason af hægri kantinum.

Almarr Ormarsson er kominn til Vals frá KA en hann …
Almarr Ormarsson er kominn til Vals frá KA en hann á að baki 300 deildaleiki, þar af 231 leik í efstu deild. Mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Heimir hefur hins vegar í staðinn fengið sænska bakvörðinn Johannes Vall, miðjumennina Almar Ormarsson, Arnór Smárason og Christian Köhler, og kantmanninn Tryggva Hrafn Haraldsson. Tryggvi missir reyndar af fyrstu tveimur mánuðum tímabilsins vegna fótbrots.

Auk þess ætti Andri Adolphsson að vera klár í slaginn en hann missti af síðasta tímabili.

Skarð Eiðs Arons í vörninni er vandfyllt en með Rasmus Christiansen, Orra Sigurð Ómarsson og Sebastian Hedlund tilbúna í miðvarðastöðurnar tvær eru Valsmenn ekki í sérstökum vandræðum þar.

Patrick Pedersen skoraði 15 mörk í 17 leikjum Vals í …
Patrick Pedersen skoraði 15 mörk í 17 leikjum Vals í deildinni í fyrra og hefur skorað 70 mörk í 100 leikjum í efstu deild fyrir félagið. Aðeins Ingi Björn Albertsson og Hermann Gunnarsson hafa skorað fleiri mörk fyrir Val. mbl.is/Hari

Sem fyrr mun þó talsvert byggjast á því að Patrick Pedersen skori reglulega en hann er með leikmenn í kringum sig á köntum og miðju sem allir geta komið boltanum í netið.

Miðað við leikmannahóp og frammistöðu síðasta árs er í hæsta máta eðlilegt að Valsmenn komi afar sigurstranglegir til leiks.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert