Leiknir: Lítil reynsla en mikil stemning

Brynjar Hlöðversson er reyndasti leikmaður Leiknismanna og lék með þeim …
Brynjar Hlöðversson er reyndasti leikmaður Leiknismanna og lék með þeim í úrvalsdeildinni fyrir sex árum. mbl.is/Árni Sæberg

Leiknismenn úr Reykjavík hefja sitt annað tímabil í efstu deild Íslandsmótsins þegar þeir mæta Stjörnunni í fyrstu umferð úrvalsdeildar karla, Pepsi Max-deildarinnar, á Samsung-vellinum í Garðabæ klukkan 19.15 í kvöld.

Besti árangur Leiknis er ellefta sæti deildarinnar árið 2015, á þeirra fyrsta og eina tímabili meðal þeirra bestu þar til nú. Besta frammistaða Leiknis í bikarkeppninni var árið 2017 þegar liðið komst í undanúrslit.

Heimavöllur: Domusnova-völlurinn (áður Leiknisvöllur) - gras.
Þjálfari: Sigurður Heiðar Höskuldsson.
Aðstoðarþjálfari: Hlynur Helgi Arngrímsson.
Fyrirliði: Sævar Atli Magnússon.

Leikmannahópur Leiknis keppnistímabilið 2021:

MARKVERÐIR:
12 Guy Smit - 1996
22 Viktor Freyr Sigurðsson - 2000
30 Bjarki Arnaldarson - 2003

VARNARMENN:
2 Birgir Baldvinsson - 2001
3 Ósvald Jarl Traustason - 1995
4 Bjarki Aðalsteinsson - 1991
11 Brynjar Hlöðversson - 1989
17 Gyrðir Hrafn Guðbrandsson - 1999
20 Loftur Páll Eiríksson - 1992
23 Dagur Austmann Hilmarsson - 1998
26 Andi Hoti - 2003
28 Arnór Ingi Kristinsson - 2001

MIÐJUMENN:
5 Daði Bærings Halldórsson - 1997
6 Ernir Bjarnason - 1997
8 Árni Elvar Árnason - 1996
14 Birkir Björnsson - 1993
16 Marko Zivkovic - 2002
18 Emil Berger - 1991
24 Daníel Finns Matthíasson - 2000
80 Davíð Júlían Jónsson - 2004

SÓKNARMENN:
7 Máni Austmann Hilmarsson - 1998
9 Sólon Breki Leifsson - 1998
10 Sævar Atli Magnússon - 2000
19 Andrés Manga Escobar - 1991
21 Octavio Páez - 2000
27 Shkelzen Veseli - 2004
29 Róbert Quental Árnason - 2005
72 Jón Hrafn Barkarson - 2003
88 Ágúst Leó Björnsson - 1997

Það kemur engum á óvart, og sennilega síst Leiknismönnum sjálfum, að nýliðunum úr Breiðholtinu skuli vera spáð neðsta sætinu.

Sævar Atli Magnússon, fyrir miðju, er fyrirliði og helsti markaskorari …
Sævar Atli Magnússon, fyrir miðju, er fyrirliði og helsti markaskorari Leiknis. mbl.is/Íris

Þeir mæta til leiks með reynslulítinn hóp, þegar horft er til spilamennsku í efstu deild. Leiknisliðið minnir dálítið á Gróttu í fyrra að því leyti að enginn leikmannanna hefur náð að spila 20 leiki í efstu deild á ferlinum. Þá er þjálfarinn Sigurður Heiðar Höskuldsson sá reynsluminnsti í deildinni. Á móti kemur að Leiknir er með samstilltan hóp og öfluga félagsstemningu sem mun án efa hjálpa þeim talsvert.

Brynjar Hlöðversson verður væntanlega í stóru hlutverki. Hann lék með Leikni í deildinni árið 2015 og hefur reynslu af því að vinna meistaratitil í Færeyjum. Fyrirliðinn ungi Sævar Atli Magnússon er þeirra aðalmarkaskorari og áhugavert verður að sjá hann glíma við varnarmenn deildarinnar. Vuk Oskar Dimitrijevic, efnilegasti leikmaður 1. deildar í fyrra, fór í FH og þar missti Leiknir lykilmann.

Octavio Páez, nýi leikmaðurinn frá Venesúela, og Sigurður Heiðar Höskuldsson …
Octavio Páez, nýi leikmaðurinn frá Venesúela, og Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Leiknis. Ljósmynd/Leiknir

En mikið mun ráðast af styrk erlendu leikmannanna. Leiknir fór óvenjulega leið með því að ná í Kólumbíumann, Andrés Manga Escobar, og Venesúelamann, Octavio Páez, ásamt því að sænski miðjumaðurinn Emil Berger sem lék með Fylki fyrir átta árum er kominn í Breiðholtið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert