KR: Eru þeir of þunnskipaðir?

Kennie Chopart, Kristján Flóki Finnbogason, Aron Bjarki Jósepsson og Beitir …
Kennie Chopart, Kristján Flóki Finnbogason, Aron Bjarki Jósepsson og Beitir Ólafsson eru allir áfram með KR-ingum. mbl.is/Arnþór Birkisson

KR-ingar hefja sitt 106. tímabil í efstu deild Íslandsmótsins og það 42. í röð þegar liðið mætir Breiðabliki í fyrstu umferð úrvalsdeildar karla, Pepsi Max-deildarinnar, á Kópavogsvellinum klukkan 19.15 í kvöld.

KR-ingar hafa orðið Íslandsmeistarar 27 sinnum, oftast allra. Þeir urðu fyrstu meistararnir árið 1912 og hafa sigrað sex sinnum á þessari öld, síðast 2019. Þá hefur KR orðið bikarmeistari oftast allra, 14 sinnum, síðast árið 2014.

Heimavöllur: Meistaravellir – gras.
Þjálfari: Rúnar Kristinsson.
Aðstoðarþjálfari: Sigurvin Ólafsson.
Fyrirliði: Óskar Örn Hauksson.
Leikjahæstur í efstu deild: Óskar Örn Hauksson 274
Markahæstur í efstu deild: Óskar Örn Hauksson 68.

Leikmannahópur KR keppnistímabilið 2021:

MARKVERÐIR:
1 Beitir Ólafsson - 1986
12 Ómar Castaldo Einarsson - 2001
13 Guðjón Orri Sigurjónsson - 1992
30 Sigurpáll Sören Ingólfsson - 2003

VARNARMENN:
2 Hjalti Sigurðsson - 2000
5 Arnór Sveinn Aðalsteinsson - 1986
6 Grétar Snær Gunnarsson - 1997
11 Kennie Chopart - 1990
18 Aron Bjarki Jósepsson - 1989
19 Kristinn Jónsson - 1990
24 Þorsteinn Örn Bernharðsson - 1999
27 Birgir Steinn Styrmisson - 2004

MIÐJUMENN:
4 Arnþór Ingi Kristinsson - 1990
8 Emil Ásmundsson - 1995
10 Pálmi Rafn Pálmason - 1984
14 Ægir Jarl Jónasson - 1998
17 Alex Freyr Hilmarsson - 1993
23 Atli Sigurjónsson - 1991
26 Hrafn Tómasson - 2003

SÓKNARMENN:
7 Guðjón Baldvinsson - 1986
20 Oddur Ingi Bjarnason - 2000
21 Kristján Flóki Finnbogason - 1995
22 Óskar Örn Hauksson - 1984
28 Jökull Tjörvason - 2004
29 Stefán Árni Geirsson - 2000

KR er spáð þriðja sætinu í könnun mbl.is en Vesturbæingar gætu þurft að hafa mikið fyrir því að komast í Evrópukeppni á ný. Hópurinn hjá Rúnari Kristinssyni virðist ekki alveg eins þéttur þegar Finnur Orri Margeirsson, Pablo Punyed og Finnur Tómas Pálmason eru horfnir á braut.

Óskar Örn Hauksson fyrirliði KR er leikjahæstur allra í efstu …
Óskar Örn Hauksson fyrirliði KR er leikjahæstur allra í efstu deild hérlendis frá upphafi með 326 leiki og á bæði leikja- og markamet KR í deildinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðjón Baldvinsson eykur möguleikana í sóknarleiknum og þar eru KR-ingar afar vel mannaðir, með hann, Kristján Flóka Finnbogason, Atla Sigurjónsson, Óskar Örn Hauksson, Pálma Rafn Pálmason og Ægi Jarl Jónasson til að herja á varnir mótherjanna. Sóknarbakverðirnir Kennie Chopart og Kristinn Jónsson eru líka tveir af þeim bestu í sínum stöðum í deildinni.

Spurningarmerki er hins vegar hægt að setja við bæði miðju og vörn. Emil Ásmundsson kemur reyndar inn sem nýr miðjumaður eftir að hafa misst af öllu síðasta tímabili og Alex Freyr Hilmarsson gæti verið í stærra hlutverki í ár. Emil verður að vísu ekki tilbúinn í byrjun móts.

Rúnar Kristinsson er með KR sitt fjórða tímabil í röð …
Rúnar Kristinsson er með KR sitt fjórða tímabil í röð og níunda samtals. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Grétar Snær Gunnarsson kemur frá Fjölni og honum mun vera ætlað varnarhlutverk enda virðist ljóst að KR vanti miðvörð eftir að hafa misst Finn Tómas til Svíþjóðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert