Fylkir: Snjallt að taka nær allt U19 ára landsliðið

Bryndís Arna Níelsdóttir er á átjánda ári en hún skoraði …
Bryndís Arna Níelsdóttir er á átjánda ári en hún skoraði samt tíu mörk í deildinni á síðasta tímabili. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fylkir náði sínum besta árangri frá upphafi á síðasta tímabili þegar liðið hafnaði í þriðja sæti úrvalsdeildar kvenna og Árbæjarliðið byrjar þetta tímabil með útileik gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks á Kópavogsvellinum klukkan 19.15.

Fylkir hefur misst þrjá af bestu leikmönnum sínum. Fyrirliðinn Berglind Rós Ágústsdóttir og landsliðsmarkvörðurinn ungi Cecilía Rán Rúnarsdóttir fóru til Örebro í Svíþjóð og hin þrautreynda Vesna Elísa Smiljkovic lagði skóna á hilluna. Nýir leikmenn liðsins eru allir ungir að árum en Helena Ósk Hálfdánardóttir sem kom frá FH býr samt yfir talsverðri reynslu.

Harpa Þorsteinsdóttir segir um Fylki:

„Fylkir mun berjast um þriðja sætið. Ég tel að vegna gæða leikmanna hjá Fylki, Þór/KA og Selfossi séu þessi þrjú lið að fara að berjast innbyrðis um þriðja sætið.

Það var rosalega snjallt hjá Fylki að taka nánast allt U19-ára landsliðið eins og það lagði sig. Það er greinilega svaka stemning í þessu liði. Þær eiga eftir að ná flottum úrslitum og eru svolítið líklegar til alls. Þær eru með sjálfstraustið í hæstu hæðum og trúa því að þær geti bara unnið þessa deild.

Það verður gaman að sjá þær spila saman annað ár og þær eru búnar að bæta við sig nokkrum ungum stelpum til viðbótar. Það verður skemmtilegt að fylgjast með Fylkisliðinu.“

Stefanía Ragnarsdóttir er meðal reyndustu leikmanna Fylkis, 21 árs gömul.
Stefanía Ragnarsdóttir er meðal reyndustu leikmanna Fylkis, 21 árs gömul. mbl.is/Eggert Jóhannesson

FYLKIR
Þjálfari: Kjartan Stefánsson.
Árangur 2020: 3. sæti.

Komnar:
Berglind Baldursdóttir frá Þór/KA (lán)
Emma Steinsen Jónsdóttir fá Val (lán) (lék með Gróttu 2020)
Valgerður Ósk Valsdóttir frá FH
Birna Kristín Eiríksdóttir frá Haukum (úr láni)
Helena Ósk Hálfdánardóttir frá FH
Karólína Jack frá Víkingi R.
Sæunn Björnsdóttir frá Haukum (lán)
Tinna Brá Magnúsdóttir frá Gróttu

Farnar:
Cecilía Rán Rúnarsdóttir í Örebro (Svíþjóð)
Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir í FH
Ísabella Sara Halldórsdóttir í Aftureldingu (lán)
Sólveig J. Larsen í Breiðablik (úr láni)
Berglind Rós Ágústsdóttir í Örebro (Svíþjóð)
Freyja Aradóttir í HK
Anna Kolbrún Ólafsdóttir í Aftureldingu
Signý Lára Bjarnadóttir í Aftureldingu
Vesna Elísa Smiljkovic, hætt

Leikmannahópur Fylkis 2021:

MARK:
1 Tinna Brá Magnúsdóttir - 2004
12 Birna Dís Eymundsdóttir - 2004

VÖRN:
3 Íris Una Þórðardóttir - 2001
4 María Björg Fjölnisdóttir - 2000
5 Katla María Þórðardóttir - 2001
7 María Eva Eyjólfsdóttir - 1997
13 Ísabella Sara Halldórsdóttir - 2002
22 Sigrún Salka Hermannsdóttir - 1998
23 Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir - 1999
31 Emma Steinsen Jónsdóttir - 2003

MIÐJA:
2 Valgerður Ósk Valsdóttir - 2002
8 Hulda Hrund Arnarsdóttir - 1997
11 Sæunn Rós Ríkharðsdóttir - 1999
16 Eva Rut Ásþórsdóttir - 2001
17 Birna Kristín Eiríksdóttir - 2000
20 Berglind Baldursdóttir - 1995
20 Margrét Björg Ástvaldsdóttir - 1994
26 Þórdís Elva Ágústsdóttir - 2000
28 Sæunn Björnsdóttir - 2001

SÓKN:
9 Guðrún Karítas Sigurðardóttir - 1996
10 Bryndís Arna Níelsdóttir - 2003
14 Karólína Jack - 2001
15 Stefanía Ragnarsdóttir - 2000
19 Helena Ósk Hálfdánardóttir - 2001
24 Tinna Harðardóttir - 2003
27 Sara Dögg Ásþórsdóttir - 2004

Fimm fyrstu leikir Fylkis:
4.5. Breiðablik - Fylkir
11.5. Fylkir - Tindastóll
15.5. Valur - Fylkir
19.5. Fylkir - Keflavík
27.5. Selfoss - Fylkir

mbl.is