Pedersen bestur í 1. umferð

Patrick Pedersen og Óttar Bjarni Guðmundsson í leik Vals og …
Patrick Pedersen og Óttar Bjarni Guðmundsson í leik Vals og ÍA á föstudaginn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Patrick Pedersen sóknarmaður Vals er leikmaður fyrstu umferðar Pepsi Max-deildar karla 2021 hjá Morgunblaðinu.

Pedersen var sá eini sem fékk tvö M fyrir frammistöðu sína í fyrstu umferð deildarinnar um helgina en hann skoraði fyrra markið og lagði það síðara upp í 2:0 sigri Vals á ÍA á föstudagskvöldið.

Úrvalslið Morgunblaðsins úr fyrstu umferðinni má sjá í Morgunblaðinu í dag. Varnarmenn voru mjög áberandi í fyrstu umferðinni, voru í flestum tilvikum bestu menn sinna liða, ásamt markvörðum, enda héldu átta lið af tólf marki sínu hreinu. Miðjumenn voru minna áberandi og því er stillt upp sókndjarfri miðju í leikaðferðinni 5-3-2.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »