Tólfta besta deildin í Evrópu byrjar í dag

Breiðablik og Fylkir mætast í fyrstu umferð deildarinnar í kvöld.
Breiðablik og Fylkir mætast í fyrstu umferð deildarinnar í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Tólfta besta kvennadeildin í Evrópufótboltanum hefst í dag. Hvaða deild skyldi það nú vera? Jú, það er íslenska úrvalsdeildin, sem kennd er við Pepsi Max. Hún er númer tólf á styrkleikalista Evrópu fyrir Meistaradeildina.

Fyrir vikið eru bæði Breiðablik og Valur á leið í endurbætta Meistaradeild með haustinu en sextán bestu deildir Evrópu fá að senda tvo til þrjá fulltrúa í keppnina. Greiðslur fyrir árangur geta allt að því fimmfaldast frá því sem verið hefur þannig að til mikils er að vinna fyrir félögin.

Styrkleikalistinn er byggður á frammistöðu liða í Meistaradeildinni á árunum 2015 til 2020 og það eru því góð úrslit hjá Breiðabliki, Stjörnunni og Þór/KA sem skila Íslandi þessari stöðu. Þessi þrjú félög unnu þrettán leiki og gerðu fimm jafntefli í 24 Evrópuleikjum á þessum fimm árum.

Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »