Valskonum spáð meistaratitlinum

Anna Rakel Pétursdóttir og Elín Metta Jensen fagna marki. Valskonur …
Anna Rakel Pétursdóttir og Elín Metta Jensen fagna marki. Valskonur þykja sigurstranglegastar í ár. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Valur verður Íslandsmeistari og Breiðablik endar í öðru sæti samkvæmt spá íþróttadeildar Morgunblaðsins, mbl.is og K100.

Tólf íþróttafréttamenn og leiklýsendur tóku þátt í spánni og tíu þeirra spáðu Val meistaratitlinum en hinir tveir spáðu því að Breiðablik myndi verja titilinn. Nýliðum Keflavíkur og Tindastóls er spáð falli.

1 Valur 118 stig
2 Breiðablik 110 stig
3 Selfoss 79 stig
4 Fylkir 74 stig
5 Þór/KA 69 stig
6 Þróttur R. 63 stig
7 Stjarnan 55 stig
8 ÍBV 50 stig
9 Keflavík 27 stig
10 Tindastóll 15 stig

mbl.is