Keflavík: Mikið mun mæða á Natöshu

Natasha Anasi er fyrirliði Keflvíkinga og hefur leikið tvo A-landsleiki …
Natasha Anasi er fyrirliði Keflvíkinga og hefur leikið tvo A-landsleiki fyrir Íslands hönd. mbl.is/Kristinn Magnússon

Keflavík leikur í úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildinni, á ný eftir árs fjarveru en liðið byrjar tímabilið á heimavelli í kvöld gegn Selfyssingum þar sem flautað verður til leiks á Nettóvellinum klukkan 19.15.

Margir leikmanna liðsins nú léku með því árið 2019 þegar það féll naumlega úr deildinni en hins vegar vantar sterka leikmenn sem þá báru liðið uppi. Sveindís Jane Jónsdóttir er komin í atvinnumennsku og tvíburasysturnar Katla og Íris Una Þórðardætur fóru í Fylki fyrir síðasta tímabil. Keflvíkingar náðu sínum besta árangri árið 2007 þegar liðið endaði í fjórða sæti en voru síðan í 1. deild í níu ár samfleytt frá 2010 til 2018.

Harpa Þorsteinsdóttir segir um Keflavík:

„Ég býst við þeim í botnbaráttunni. Þó að Keflavík verði í smá botnbaráttu er svo stutt síðan þær voru í henni síðast [árið 2019]. Þær eru enn þá með leikmenn sem tóku þátt í henni þannig að þetta er ekki jafn stórt skref fyrir þær samanborið við Tindastól, að vera að spila í úrvalsdeild.

Það kemur til með að mæða mikið á Natöshu [Anasi]. Gunnar Magnús [Jónsson] er búinn að vera að spila henni í vörn og svo miðju, bara þar sem vantar. Þetta er bara einn leikmaður.“

Dröfn Einarsdóttir er með einna mestu reynsluna af úrvalsdeildinni í …
Dröfn Einarsdóttir er með einna mestu reynsluna af úrvalsdeildinni í liði Keflavíkur en hún hefur spilað 54 leiki í deildinni með Keflavík og Grindavík. mbl.is/Kristinn Magnússon

KEFLAVÍK
Þjálfari: Gunnar Magnús Jónsson.
Árangur 2020: 2. sæti 1. deildar.

Komnar:
Katrín Hanna Hauksdóttir frá Augnabliki
Abby Carchio frá Gintras (Litháen)
Tiffany Sornpao frá Bandaríkjunum
Jóhanna Lind Stefánsdóttir frá Fjarðabyggð/Hetti/Leikni
Elín Helena Karlsdóttir frá Augnabliki (lán frá Breiðabliki)
Ástrós Lind Þórðardóttir frá Grindavík
Eva Lind Daníelsdóttir frá Grindavík (úr láni)

Farnar:
Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir í Breiðablik (úr láni)
Claudia Cagnina í spænskt félag
Sveindís Jane Jónsdóttir í Wolfsburg (Þýskalandi) (var í láni hjá Breiðabliki)
Paula Germino-Watnick

Leikmannahópur Keflavíkur 2021:

MARK:
1 Tiffany Sornpao - 1998
12 Katrín Hanna Hauksdóttir - 2000
12 Esther Júlía Gustavsdóttir - 2005
12 Sigrún Björk Sigurðardóttir - 2002

VÖRN:
5 Berta Svansdóttir - 1998
6 Ástrós Lind Þórðardóttir - 1991
11 Kristrún Ýr Holm - 1995
14 Celine Rumpf - 1997
15 Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir - 1994
17 Elín Helena Karlsdóttir - 2002

MIÐJA:
3 Natasha Anasi - 1991
7 Kara Petra Aradóttir - 2004
8 Anita Bergrán Eyjólfsdóttir - 2006
16 Ísabel Jasmín Almarsdóttir - 1999
20 Kristrún Blöndal - 2005
22 Jóhanna Lind Stefánsdóttir - 2001
23 Abby Carchio - 1997
24 Anita Lind Daníelsdóttir - 1999

SÓKN:
4 Eva Lind Daníelsdóttir - 1999
9 Marín Rún Guðmundsdóttir - 1997
10 Dröfn Einarsdóttir - 1999
18 Elfa Karen Magnúsdóttir - 2005
19 Saga Rún Ingólfsdóttir - 2005
26 Amelía Rún Fjeldsted - 2004

Fimm fyrstu leikir Keflavíkur:
5.5. Keflavík - Selfoss
11.5. Stjarnan - Keflavík
15.5. Keflavík - Þróttur R.
19.5. Fylkir - Keflavík
27.5. Keflavík - ÍBV

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert