Sannfærandi sigur Selfyssinga

Natasha Anasi og samherjar í Keflavíkurliðinu leika á ný í …
Natasha Anasi og samherjar í Keflavíkurliðinu leika á ný í efstu deild. mbl.is/Kristinn Magnússon

Selfoss sigraði Keflavík 3:0 í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta nú í kvöld á Nettóvellinum í Keflavík.

Keflvíkingar eru nýliðar í deildinni og öttu kappi við Selfoss sem endaði síðustu leiktíð í fjórða sæti deildarinnar.

Lengi vel stóð á einhverjum tíðindum í þessum leik og eftir 15 mínútna miðjumoð fóru hlutirnir aðeins að gerast tölfræðilega hjá báðum liðum þó hvorugt væri að skapa sér nein alvöru færi. Það var svo á 45. mínútu sem að mistök í varnarleik Keflavíkur urðu til þess að Brenna Lovera skoraði fyrsta mark leiksins.

Það var svo á 66. mínútu sem að brotið var á Hólmfríði Magnúsdóttir í vítateig Keflavíkur og víti dæmt. Brenna Lovera fór á punktinn og skoraði að miklu öryggi fyrir Selfoss, 2:0.

Hólmfríður Magnúsdóttir bætti svo við marki með huggulegu skoti á 82. mínútu. Þar við sat og Selfoss byrjar mótið á sigri. Keflavík átti erfitt uppdráttar í þessum leik, náði svo sem að skapa sé nokkur færi en ekkert sem kom nærri því að skora mark. Selfoss var sterkari aðilinn og sigurinn verðskuldaður.

Það má alveg segja um þetta Selfosslið að það eigi eftir að vera nokkuð spennandi í sumar ef líkum lætur. Liðið sýndi fína takta þetta kvöldið og átti þó nokkur færi sem nýttust illa en skiluðu þrátt fyrir það öruggum sigri í hús.  Erlendu leikmenn liðsins eru allar nokkuð traustar og svo auðvitað nokkuð bólgin bankabókin í reynslubankanum í Hólmfríði Magnúsdóttir sem er ómetanleg í slíkri deild fyrir Selfoss. Hólmfríður sannaði gildi sitt þetta kvöldið þegar hún kom að öllum mörkum liðsins að einhverju leyti. 

Ekki vill maður afskrifa þetta Keflavíkurlið alveg strax þó svo að leikur þeirra í kvöld hafi verið ansi slappur.  Þær í raun ógnuðu aldrei sigri gestana á neinn hátt og óhætt að segjað þær áttu bara slakan dag. Dröfn Einarsdóttir og Natasha Anasi fá kannski hrós fyrir fína baráttu en liðið sem slíkt á eftir að eiga mjög langt sumar ef þetta er spilamennska sem þær ætla að bjóða uppá.  

Keflavík 0:3 Selfoss opna loka
90. mín. Leik lokið Sanngjarn sigur gestana frá Selfossi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert