Selfoss: Skiptir miklu að halda Hólmfríði

Anna María Friðgeirsdóttir er fyrirliði Selfoss og leikjahæsti leikmaður félagsins …
Anna María Friðgeirsdóttir er fyrirliði Selfoss og leikjahæsti leikmaður félagsins í deildinni frá upphafi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Selfoss byrjar keppnistímabilið í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu, Pepsi Max-deildinni, með því að heimsækja nýliða Keflavíkur í kvöld en leikur liðanna hefst klukkan 19.15 á Nettóvellinum.

Selfoss mætir til leiks með gjörbreytt lið en sex leikmenn úr byrjunarliðinu eru farnir, þar á meðal Dagný Brynjarsdóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir, Tiffany McCarty og Karitas Tómasdóttir. Skörð þeirra eiga fjórir erlendir leikmenn og tengiliðurinn Eva Núra Abrahamsdóttir að fylla. Það voru hins vegar góðar fréttir fyrir Selfyssinga rétt fyrir mót að Hólmfríður Magnúsdóttir væri hætt við að hætta.

Harpa Þorsteinsdóttir segir um Selfoss:

„Ég tel að vegna gæða leikmanna hjá Selfossi, Fylki og Þór/KA séu þessi þrjú lið að fara að berjast innbyrðis um þriðja sætið.

Alfreð er flottur þjálfari, með þeim betri í deildinni. Að missa Clöru [Sigurðardóttur] yfir til ÍBV styrkir ÍBV og veikir þær. Mér skilst að þær séu að fá sterka útlendinga.

Svo skiptir bara miklu máli fyrir þær að Fríða [Hólmfríður Magnúsdóttir] sé hætt við að hætta. Það er mjög sterkt fyrir þær, ekki bara inni á vellinum heldur utan vallar líka. Hún er sigurvegari.“

Hólmfríður Magnúsdóttir leikur áfram með Selfyssingum en hún er reyndasti …
Hólmfríður Magnúsdóttir leikur áfram með Selfyssingum en hún er reyndasti leikmaður deildarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

SELFOSS
Þjálfari: Alfreð Elías Jóhannsson.
Árangur 2020: 4. sæti.

Komnar:
Emma Checker frá Melbourne City (Ástralíu)
Guðný Geirsdóttir frá ÍBV (lán)
Brenna Lovera frá Boavista (Portúgal)
Guðrún Þóra Geirsdóttir frá Völsungi
Anke Preuss frá Vittsjö (Svíþjóð)
Caity Heap frá Sparta Prag (Tékklandi)
Eva Núra Abrahamsdóttir frá FH
Emilía Torfadóttir frá Hamri
Íris Embla Gissurardóttir frá Hamri

Farnar:
Tiffany McCarty í Breiðablik
Clara Sigurðardóttir í ÍBV
Karitas Tómasdóttir í Breiðablik
Brynja Valgeirsdóttir í Hamar
Dagný Brynjarsdóttir í West Ham (Englandi)
Kaylan Marckese í HB Køge (Danmörku)
Anna Björk Kristjánsdóttir í Le Havre (Frakklandi)

Leikmannahópur Selfoss 2021:

MARK:
1 Anke Preuss - 1992
13 Guðný Geirsdóttir - 1997

VÖRN:
2 Brynja Líf Jónsdóttir - 2004
3 Emilía Torfadóttir - 2003
6 Bergrós Ásgeirsdóttir - 1997
7 Anna María Friðgeirsdóttir - 1991
10 Barbára Sól Gísladóttir - 2001
16 Selma Friðriksdóttir - 2002
23 Emma Checker - 1996
24 Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir - 2003
29 Eva Guðrún Jónsdóttir - 2004

MIÐJA:
4 Guðrún Þóra Geirsdóttir - 2004
9 Eva Núra Abrahamsdóttir - 1994
17 Íris Embla Gissurardóttir - 2003
18 Magdalena Reimus - 1995
21 Þóra Jónsdóttir - 1998
27 Caity Heap - 1994

SÓKN:
5 Auður Helga Halldórsdóttir - 2005
8 Katrín Ágústsdóttir - 2005
11 Anna María Bergþórsdóttir - 2003
14 Þórdís Ósk Ólafsdóttir - 2003
15 Unnur Dóra Bergsdóttir - 2000
19 Eva Lind Elíasdóttir - 1995
20 Helena Hekla Hlynsdóttir - 2003
22 Brenna Lovera - 1997
25 Hekla Rán Kristófersdóttir - 2005
26 Hólmfríður Magnúsdóttir - 1984

Fimm fyrstu leikir Selfyssinga:
5.5. Keflavík - Selfoss
11.5. Þór/KA - Selfoss
15.5. Selfoss - Stjarnan
19.5. Þróttur R. - Selfoss
27.5. Selfoss - Fylkir

mbl.is