Stjarnan: Ekki lengur á frípassa

Nýsjálenska landsliðskonan Betsy Hassett leikur áfram með Stjörnunni en hún …
Nýsjálenska landsliðskonan Betsy Hassett leikur áfram með Stjörnunni en hún hefur leikið 119 landsleiki og spilað á lokamótum HM. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Stjarnan fær erfitt verkefni í fyrstu umferð úrvalsdeildar kvenna í fótbolta, Pepsi Max-deildarinnar, í kvöld en liðið sækir þá Val heim að Hlíðarenda klukkan 19.15.

Stjarnan hefur verið að byggja upp nýtt lið undir stjórn Kristjáns Guðmundssonar síðustu árin en Garðabæjarliðið hafði áður verið afar sigursælt og unnið fjóra Íslandsmeistaratitla og þrjá bikarmeistaratitla á árunum 2011 til 2016. Liðið endaði í sjötta sæti í fyrra og var enn þá í fallhættu þegar keppni var hætt í október.

Harpa Þorsteinsdóttir segir um Stjörnuna:

„Ég held að Stjarnan verði í miðjunni. Ef ég horfi á leikmannahópinn hjá Stjörnunni hef ég ekkert miklar væntingar um að þær verði í einhverri toppbaráttu en þjálfarinn [Kristján Guðmundsson] er mjög skipulagður og það mun hjálpa þeim.

Þær gerðu ótrúlega góð kaup með því að fá Chanté [Sandiford] frá Haukum í markið. Maður sá það bara í fyrra þegar Erin [McLeod] var að spila með þeim, þegar það eru svo margir góðir ungir leikmenn er svo mikill munur að fá svona mikið traust til baka. Það hjálpar þeim og liðinu svo mikið.

Chanté er svolítið þannig leikmaður. Hún talar mikið, það er mikið sjálfstraust í henni, hún er mikill liðsmaður og íþróttamaður. Ég held að það hjálpi svolítið hausnum á þessum ungu stelpum í Stjörnunni við það að taka næsta skref. Ef þær hefðu ekki tekið Chanté hefði ég haft áhyggjur af þeim.

Ungu stelpurnar hjá Stjörnunni, til dæmis Snædís [María Jörundsdóttir] og Sædís [Rún Heiðarsdóttir] sem eru svona lillurnar, og allt liðið, þurfa að stíga skrefið. Stjarnan hefur svolítið verið á frípassa vegna kynslóðaskipta síðustu tvö ár. Nú er það bara svolítið búið og það þarf að setja hausinn og kassann upp og fara að taka þessi skref. Ég vil fara að sjá Hildigunni [Ýr Benediktsdóttur] skína og sjá aðeins meira hvað þessar yngri stelpur geta.“

Markvörðurinn reyndi Chanté Sandiford er komin til liðs við Stjörnuna …
Markvörðurinn reyndi Chanté Sandiford er komin til liðs við Stjörnuna en hún hefur leikið með Haukum og Selfossi undanfarin ár. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

STJARNAN
Þjálfari: Kristján Guðmundsson.
Árangur 2020: 6. sæti.

Komnar:
Alma Mathiesen frá KR
Chanté Sandiford frá Haukum
Heiða Ragney Viðarsdóttir frá Þór/KA
Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir frá FH
Sóley Guðmundsdóttir, byrjuð aftur

Farnar:
Helga Guðrún Kristinsdóttir í Álftanes (lán)
Lára Mist Baldursdóttir í Hauka (lán)

Erin McLeod í Orlando Pride (Bandaríkjunum) (úr láni)
Jana Sól Valdimarsdóttir í Val
Shameeka Fishley í spænskt félag
Angela Caloia í Empoli (Ítalíu)
Málfríður Erna Sigurðardóttir

Leikmannahópur Stjörnunnar 2021

MARK:
1 Chanté Sandiford - 1990
12 Birta Guðlaugsdóttir - 2001
28 Heiðdís Emma Sigurðardóttir - 2005

VÖRN:
2 Sóley Guðmundsdóttir - 1993
3 Arna Dís Arnþórsdóttir - 1997
4 Katrín Ósk Sveinbjörnsdóttir - 2001
5 Hanna Sól Einarsdóttir - 2003
9 Helga Guðrún Kristinsdóttir - 1997
10 Anna María Baldursdóttir - 1994
16 Sædís Rún Heiðarsdóttir - 2004
22 Elín Helga Ingadóttir - 2000
26 Sylvía Birgisdóttir - 2001

MIÐJA:
6 Úlfa Dís Úlfarsdóttir - 2001
8 Ingibjörg Lucia Ragnarsdóttir - 1998
11 Betsy Hassett - 1990
13 Ólína Ágústa Valdimarsdóttir - 2005
18 Jasmín Erla Ingadóttir - 1998
21 Heiða Ragney Viðarsdóttir - 1995
23 Gyða Kristín Gunnarsdóttir - 2001
33 Klara Mist Karlsdóttir - 2003

SÓKN:
7 Aníta Ýr Þorvaldsdóttir - 2003
14 Snædís María Jörundsdóttir - 2004
15 Alma Mathiesen - 2003
19 Birna Jóhannsdóttir - 2001
31 Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir - 2003

Fyrstu fimm leikir Stjörnunnar:
5.5. Valur - Stjarnan
11.5. Stjarnan - Keflavík
15.5. Selfoss - Stjarnan
19.5. Þór/KA - Stjarnan
26.5. Stjarnan - Þróttur R.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert