Þróttur: Gætu lent í vandræðum í ár

Þróttarar komu mörgum á óvart á síðasta tímabili.
Þróttarar komu mörgum á óvart á síðasta tímabili. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Þróttur úr Reykjavík leikur sitt annað ár í röð í úrvalsdeild kvenna í fótbolta, Pepsi Max-deildinni, og mætir Tindastóli á Sauðárkróki í fyrstu umferðinni í kvöld klukkan 18 á Sauðárkróksvelli.

Þróttarar náðu óvænt fimmta sætinu í fyrra og um leið þeim sögulega árangri að halda sæti sínu í efstu deild í fyrsta skipti. Fram að því hafði það ávallt verið hlutskipti Þróttar að falla strax á fyrsta ári. Liðið var með fjóra öfluga erlenda leikmenn í fyrra. Þær eru allar farnar og aðrar fjórar komnar í staðinn. Þá hefur Þróttur fengið þrautreyndan markvörð, Írisi Dögg Gunnarsdóttur, en markvarslan var stundum veikur hlekkur hjá þeim í fyrra.

Harpa Þorsteinsdóttir segir um Þrótt:

„Það er spurning hvort Þróttur verði í neðri hlutanum. Ég held að Þróttur sé að fara að ná í stig af stærri liðunum en það er spurning hvernig þær verða gegn hinum liðunum. Nik [Anthony Chamberlain] er mjög skipulagður þjálfari og er með þeim betri í deildinni. Ef ég horfi á leikmannahópinn hjá Þrótti hef ég ekkert miklar væntingar um að þær verði í einhverri toppbaráttu en hversu skipulagður þjálfarinn er hjálpar þeim.

Þær verða „rock solid“ varnarlega en það er spurning hvernig framherjarnir verða hjá þeim. Nú er Olla [Ólöf Sigríður Kristinsdóttir] farin aftur í Val og svo veit maður ekki hvort Valur tími að lána hana aftur, það gæti alveg verið.

Linda Líf Boama meiddist snemma á síðasta tímabili og missti …
Linda Líf Boama meiddist snemma á síðasta tímabili og missti af stórum hluta þess en hún skoraði grimmt fyrir Þrótt í 1. deildinni 2019. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ef Þróttur er búið að taka stig af efri liðunum og neðri liðin fara að pakka í vörn á móti þeim þá veit ég ekki alveg hvernig Þróttur kemur til með að spila út úr því. Þær voru beittar í fyrra og komust svolítið upp með að vera fastar fyrir. Þær spiluðu mjög fastan bolta, voru að brjóta mikið og sækja hratt.“

ÞRÓTTUR R.
Þjálfari: Nik Anthony Chamberlain.
Árangur 2020: 5. sæti.

Komnar:
Lorena Baumann frá Zürich (Sviss)
Shea Moyer frá Bandaríkjunum
Katherine Cousins frá Bandaríkjunum
Shaelan Murison frá portúgölsku félagi
Íris Dögg Gunnarsdóttir frá Breiðabliki
Guðrún Gyða Haralz frá Breiðabliki
Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir frá Fjarðabyggð/Hetti/Leikni (úr láni)

Farnar:
Mist Funadóttir í HK (lán)
Mary Alice Vignola í Val
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir í Val (úr láni)
Laura Hughes í Canberra United (Ástralíu)
Stephanie Ribeiro í HB Køge (Danmörku)
Margrét Sveinsdóttir
Morgan Goff

Leikmannahópur Þróttar 2021:

MARK:
1 Íris Dögg Gunnarsdóttir - 1989
20 Friðrika Arnardóttir - 2000

VÖRN:
2 Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir - 1992
3 Mist Funadóttir - 2003
5 Jelena Tinna Kujundzic - 2003
14 Guðrún Ólafía Þorsteinsdóttir - 2002
18 Andrea Magnúsdóttir - 1995
19 Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir - 2001
22 Sóley María Steinarsdóttir - 2000
23 Lorena Yvonne Baumann - 1997

MIÐJA:
7 Andrea Rut Bjarnadóttir - 2003
8 Álfhildur Rósa Kjartansdóttir - 2000
10 Katherine Cousins - 1996
11 Tinna Dögg Þórðardóttir - 2003
15 Ísabella Anna Húbertsdóttir - 2001
17 Lea Björt Kristjánsdóttir - 2000
44 Shea Moyer - 1998

SÓKN:
4 Hildur Egilsdóttir - 1993
9 Shaelan Murison - 1998
13 Linda Líf Boama - 2001
24 Ragnheiður Ríkharðsdóttir - 2005
28 Ásdís Atladóttir - 2003

Fimm fyrstu leikir Þróttar:
5.5. Tindastóll - Þróttur R.
10.5. Þróttur R. - Valur
15.5. Keflavík - Þróttur R.
19.5. Þróttur R. - Selfoss
26.5. Stjarnan - Þróttur R.

mbl.is