Valur: Það á ekkert að slá þær út af laginu

Elín Metta Jensen hefur skorað 114 mörk í 151 úrvalsdeildarleik …
Elín Metta Jensen hefur skorað 114 mörk í 151 úrvalsdeildarleik fyrir Val. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Valskonur hefja Íslandsmótið 2021 á heimavelli í kvöld og taka á móti Stjörnunni í fyrstu umferð úrvalsdeildar kvenna í knattspyrnu, Pepsi Max-deildarinnar, klukkan 19.15.

Þrátt fyrir að Valur hafi misst fimm leikmenn til erlendra félaga í vetur og liðið hafi endað í öðru sæti á eftir Breiðabliki í fyrra þykir flestum Hlíðarendaliðið vera það sigurstranglegasta í upphafi Íslandsmótsins. Valur hefur fengið bæði íslenska og erlenda leikmenn til að fylla skörðin og m.a. kom Akureyringurinn Anna Rakel Pétursdóttir heim úr atvinnumennsku í Svíþjóð.

Harpa Þorsteinsdóttir segir um Val:

„Valur verður í öðru af efstu tveimur sætunum. Ef maður horfir á hópinn hjá Val misstu þær sterka leikmenn og fá unga og efnilega í staðinn. Þær fengu Ollu [Ólöfu Sigríði Kristinsdóttur] til baka úr láni frá Þrótti og Jönu Sól [Valdimarsdóttur] frá Stjörnunni.

Valur er reyndar svolítið að treysta á að kanónur eins og Dóra María [Lárusdóttir] og Mist [Edvardsdóttir] séu í standi og komi sterkar inn.

En Valur er í þeirri stöðu að þær eru að fara í Meistaradeild og verða bara með skothelt lið. Breiddin hjá þeim er þess eðlis að það á ekkert að slá þær út af laginu.“

Dóra María Lárusdóttir er ein reyndasta knattspyrnukona landsins og er …
Dóra María Lárusdóttir er ein reyndasta knattspyrnukona landsins og er að hefja sitt 21. tímabil í meistaraflokki. Hún er leikjahæst Valskvenna í efstu deild frá upphafi með 251 leik. Eggert Jóhannesson

VALUR
Þjálfari: Pétur Pétursson.
Árangur 2020: 2. sæti.

Komnar:
Clarissa Larisey frá Bandaríkjunum
Anna Rakel Pétursdóttir frá Uppsala (Svíþjóð)
Jana Sól Valdimarsdóttir frá Stjörnunni
Mary Alice Vignola frá Þrótti R.
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir frá Þrótti R. (úr láni)
Sigríður Lára Garðarsdóttir frá FH
Sólveig J. Larsen frá Breiðabliki

Farnar:
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir í Orlando Pride (Bandaríkjunum)
Diljá Ýr Zomers í Häcken (Svíþjóð)
Hallbera Guðný Gísladóttir í AIK (Svíþjóð)
Hlín Eiríksdóttir í Piteå (Svíþjóð)
Guðný Árnadóttir í AC Milan (Ítalíu)

Leikmannahópur Vals 2021:

MARK:
1 Sandra Sigurðardóttir - 1986
20 Fanney Inga Birkisdóttir - 2005

VÖRN:
3 Arna Eiríksdóttir - 2002
6 Mist Edvardsdóttir - 1990
7 Elísa Viðarsdóttir - 1991
16 Mary Alice Vignola - 1998
18 Málfríður Anna Eiríksdóttir - 1997
21 Lillý Rut Hlynsdóttir - 1997

MIÐJA:
4 Sigríður Lára Garðarsdóttir - 1994
9 Ída Marín Hermannsdóttir - 2002
11 Anna Rakel Pétursdóttir - 1998
17 Katla Tryggvadóttir - 2005
22 Dóra María Lárusdóttir - 1985
23 Fanndís Friðriksdóttir - 1990
27 Ásgerður Stefanía Baldursdóttir - 1987

SÓKN:
8 Ásdís Karen Halldórsdóttir - 1999
10 Elín Metta Jensen - 1995
14 Sólveig Larsen - 2000
15 Bergdís Fanney Einarsdóttir - 2000
19 Ólöf Sigríður Kristinsdóttir - 2003
37 Jana Sól Valdimarsdóttir - 2003
77 Clarissa Larisey - 

Fimm fyrstu leikir Vals:
5.5. Valur - Stjarnan
10.5. Þróttur R. - Valur
15.5. Valur - Fylkir
19.5. ÍBV - Valur
27.5. Valur - Breiðablik

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert