Atli til liðs við FH-inga

Atli Gunnar Guðmundsson markvörður í leik með Fram gegn Þrótti …
Atli Gunnar Guðmundsson markvörður í leik með Fram gegn Þrótti fyrir nokkrum árum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Atli Gunnar Guðmundsson, sem hefur verið aðalmarkvörður Fjölnis í knattspyrnunni undanfarin tvö ár, er genginn til liðs við FH.

Atli, sem er 27 ára gamall Seyðfirðingur, lék með Hugin til 2016 og síðan með Fram í tvö ár en hélt þaðan í Grafarvoginn. Þar lék hann í fyrsta skipti í úrvalsdeildinni í fyrra og varði mark liðsins í sautján leikjum af átján.

Daði Freyr Arnarsson fór  frá FH til Þórs sem lánsmaður á dögunum og hlutverk Atla Gunnars er þá að berjast við Gunnar Nielsen um markvarðarstöðuna hjá FH.

mbl.is