Þrenna á Seltjarnarnesi - Grindavík lagði ÍBV

Júlí Karlsson í baráttunni á Seltjarnarnesi í kvöld en Daði …
Júlí Karlsson í baráttunni á Seltjarnarnesi í kvöld en Daði Freyr Arnarsson markvörður Þórs gómar boltann. mbl.is/Árni Sæberg

Pétur Theódór Árnason skoraði þrennu fyrir Gróttu þegar liðið tók á móti Þór frá Akureyri í 1. deild karla í knattspyrnu, Lengjudeildinni, á Vivaldi-vellinum á Seltjarnarnesi í kvöld.

Leiknum lauk með 4:3-sigri Gróttu en Liban Abdulahi kom Þórsurum yfir strax á 15. mínútu.

Pétur jafnaði metin fyrir Gróttu á 33. mínútu með marki úr vítaspyrnu áður en Ólafur Aron Pétursson kom Þórsurum yfir á nýjan leik með marki á 57. mínútu.

Pétur skoraði tvívegis fyrir Gróttu með stuttu millibili skömmu síðar, á 62. mínútu og 66. mínútu, áður en Sölvi Björnsson kom Seltirningum 4:2-yfir með marki úr vítaspyrnu á 72. mínútu.

Ólafur Aron bætti við öðru marki sínu og þriðja marki Þórsara á 78. mínútu með marki úr vítaspyrnu en lengra komust Þórsarar ekki. Þá fékk Petar Planic að líta beint rautt spjald á 87. mínútu í liðið Þórsara.

Grindavíkingar byrja á sigri.
Grindavíkingar byrja á sigri. Ljósmynd/Alfons Finsson

Þá vann Grindavík afar sterkan 3:1-sigur gegn ÍBV á Grindavíkurvelli í Grindavík.

Sigurður Bjartur Hallsson og Sigurjón Rúnarsson skoruðu fyrir Grindavík í fyrri hálfleik og staðan því 2:0 í hálfleik.

Viktor Guðberg Hauksson kom Grindvíkingum í 3:0 á 56. mínútu áður en José Sito Seoane klóraði í bakkann fyrir Eyjamenn á 76. mínútu.

Markaskorarar hjá Grindavík og ÍBV fengnir af fótbolta.net

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert