Skoraði tvívegis á Selfossi - Rauð spjöld í Mosfellsbæ

Vladimir Tufegdzic í leik með Grindavík sumarið 2019.
Vladimir Tufegdzic í leik með Grindavík sumarið 2019. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vladimir Tufegdzic skoraði tvívegis fyrir Vestra þegar liðið heimsótti Selfoss í 1. deild karla í knattspyrnu, Lengjudeildinni, á Jáverkvöllinn á Selfossi í 1. umferð deildarinnar í dag.

Leiknum lauk með 3:0-sigri Vestra sem skoraði öll þrjú mörkin á fyrstu tuttugu mínútum leiksins.

Tufegdzic kom Vestra yfir á 3. mínútu með marki úr vítaspyrnu og hann var aftur á ferðinni á 19. mínútu. Nicolaj Madsen bætti svo við þriðja markinu skömmu síðar og þar við sat.

Þá fóru tvö rauð spjöld á loft þegar Afturelding tók á móti Kórdrengjum á Fagverksvellinum að Varmá í Mosfellsbæ.

Davíð Smári Lamude, þjálfari Kórdrengja fékk sitt annað gula spjald á 43. mínútu og þar með rautt.

Connor Mark Simpson kom Kórdrengjum yfir á 49. mínútu og í uppbótartíma fékk Þórir Rafn Þórisson tvö gul spjöld með stuttu millibili og þar með rautt.

Það reyndist dýrt því Patrekur Orri Guðjónsson jafnaði metin fyrir Aftureldingu með lokaspyrnu leiksins og lokatölur því 1:1.

Markaskorarar fengnir af fótbolta.net.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert