Leik frestað vegna smits

Úr leik Tindastóls gegn Haukum fyrir nokkrum árum.
Úr leik Tindastóls gegn Haukum fyrir nokkrum árum. mbl.is/Eggert

Leik KFG og Tindastóls í 3. deild karla í knattspyrnu, sem átti að fara fram klukkan 18 í dag í Garðabæ, hefur verið frestað vegna kórónuveiru hópsmitsins sem kom upp í Skagafirði um helgina.

Fótbolti.net greinir frá. Ekki hefur komið fram hvenær leikurinn muni fara fram en Tindastóll á einnig leik í deildinni næstkomandi fimmtudag, á heimavelli sínum á Sauðárkróki gegn Hetti/Huginn.

Gæti það farið svo að fresta þurfi þeim leik sömuleiðis vegna hópsmitsins. Að svo stöddu hafa sex smit verið staðfest og verið er að rann­saka tvö sýni bet­ur þar sem vafi leik­ur á hvort um smit sé að ræða.

mbl.is