Snýr aftur í Árbæinn

Fjolla Shala í leik með Fylki árið 2010.
Fjolla Shala í leik með Fylki árið 2010. mbl.is/Ómar Óskarsson

Knattspyrnukonan Fjolla Shala er gengin í raðir Fylkis á nýjan leik en hún greinir frá þessu á samfélagsmiðlum. 

Fjolla er 28 ára gömul og gerir tveggja ára samning við Fylki. Hún lék áður með Fylki í efstu deild á árunum 2009-2011 og á að baki 39 leiki með Fylki í efstu deild og skoraði í þeim sex mörk. 

Fjolla er uppalin hjá Leikni í Breiðholti en hefur einnig leikið með Fjölni og lék síðan með Breiðabliki í átta ár þar sem hún varð tvisvar Íslandsmeistari. Hún lék ekkert á síðasta tímabili og var þá í barneignafríi. Fjolla hefur samtals leikið 136 leiki í efstu deild auk þess að hafa leikið 5 A-landsleiki fyrir Kósóvó. 

mbl.is