Sigur varnarinnar

Anna María Baldursdóttir og samherjar í Stjörnunni urðu að sætta …
Anna María Baldursdóttir og samherjar í Stjörnunni urðu að sætta sig við jafntefli í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Markalaust var í Garðabæ í kvöld  þegar Keflvíkinga sóttu Stjörnustúlkur heim í 2. Umferð efstu deildar kvenna í fótbolta.  Stjarnan var með undirtökin mestan hluta leiksins en gestirnir gáfu algerlega allt sitt í leikinn og fengu fyrir það eitt stig.

Þó engin hafi mörkin verið í fyrri hálfleik var fjör.  Stjarnan sótti meira og fékk 10 hornspyrnur, sem flestar voru beint á markið svo það var hætta á ferðum  en gekk að öðru leiti illa að komast í almennileg færi.  Fengu þó eitt mjög gott á 34. mínútu þegar Garðbæingum tókst loks að snúa á vörn gestanna og Gyða Kristín Gunnarsdóttir komst ein á móti Tiffany Sornpao í marki Keflavíkinga – flott sókn og gott færi en glæsilega varið.   Keflavík átti þó sínar sóknir, leikmenn reyndu að nýta sér öll mistök Stjörnunnar og náðu nokkrum skotum en mesta hættan var samt þegar vörn Stjörnunnar átti í basli með að hreinsa frá marki sínu.

Eftir hlé var nánast einstefna á mark Keflvíkinga, sem vörðust þó af miklum móð og dugnaði, Tiffany í marki Keflvíkinga átti líka mjög góðan leik.  Úlfa Dís Úlfarsdóttir fékk galopið færi á 52. mínútu en tókst að skjóta framhjá af markteigslínu.  Arna Dís Arnþórsdóttir átti síðan flott færi þegar hún kastaði sér fram í markteignum og skallaði boltann rétt yfir.  Í lokin fékk Abby Carchio tvö gul spjöld fyrir mótmæli og því rautt.

Jafnteflið þýðir að liðin halda sætum sínum í deildinni komin með eitt stig eftir tvo leiki - Stjarnan í því áttunda og Keflavík níunda.   Garðbæingar  voru vissulega betri og sóttu mun meira en tókst ekki að brjóta ísinn.   Keflvíkingar áttu undir högg að sækja en fá stig fyrir að berjast allan leikinn, þrátt fyrir að mikið væri af þeim dregið þegar leið á leikinn.

Stjarnan 0:0 Keflavík opna loka
90. mín. Tiff­any Sorn­pao (Keflavík) fær gult spjald Tefja.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert