Deildin meira spennandi en búist var við

Breiðablik tapaði óvænt gegn ÍBV í annarri umferð úrvalsdeildar kvenna, …
Breiðablik tapaði óvænt gegn ÍBV í annarri umferð úrvalsdeildar kvenna, Pepsi Max-deildarinnar, í vikunni. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu, Pepsi Max-deildin, virðist ætla að verða meira spennandi í ár en flestir bjuggust við. Breiðabliki og Val var spáð efstu tveimur sætum deildarinnar með miklum yfirburðum en ef tekið er mið af fyrstu leikjum tímabilsins þá er ekkert sem bendir til þess að þessi lið verði í sérstökum sérflokki í sumar.

Reyndar unnu Blikarnir 9:0-sigur gegn Fylki á Kópavogsvellinum í fyrstu umferð Íslandsmótsins en miðað við úrslitin í annarri umferðinni er maður farinn að hallast að því að það hafi frekar verið Árbæingar sem voru óvenju slakir, frekar en að Blikarnir hafi verið eitthvað sérstaklega góðir.

Bæði Breiðablik og Valur hafa misst lykilmenn frá síðustu leiktíð og það virðist ætla að taka lengri tíma fyrir þau að púsla sér saman en maður átti von á. Í körfuboltanum er oft talað um útlendingalottó og ég held að það sé alveg óhætt að yfirfæra það í íslenska kvennafótboltann.

Bakvörð Bjarna í heild sinni má lesa í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert