Kjartan Henry búinn að semja við KR

Kjartan Henry Finnbogason snýr aftur í svarthvítu treyjuna.
Kjartan Henry Finnbogason snýr aftur í svarthvítu treyjuna. Eggert Jóhannesson

Kjartan Henry Finnbogason er genginn aftur til liðs við uppeldisfélag sitt KR. Gerir hann þriggja ára samning.

Kjartan Henry fékk samningi sínum við danska B-deildarliðið Esbjerg rift í gær og er nú búinn að semja við Vesturbæjarfélagið.

„Einn af okkar farsælustu leikmönnum snýr aftur í Vesturbæinn eftir árabil í atvinnumennsku og verður hjá KR næstu 3 tímabilin,“ segir meðal annars í tilkynningu frá knattspyrnudeild KR.

Eins og segir í tilkynningunni á hann farsælan feril að baki í atvinnumennsku þar sem hann hefur meðal annars leikið fyrir Celtic, Sandefjord, Horsens, Ferencváros, Vejle og nú síðast Esbjerg.

Hér heima hefur hann einungis spilað fyrir KR og mun nú í þriðja sinn leika fyrir félagið. Hann varð Íslandsmeistari árin 2011 og 2013 undir stjórn Rúnars Kristinssonar, núverandi þjálfara KR.

mbl.is