Skagamenn sömdu við ítalskan Íslending – strax lánaður út

Skagamenn hafa samið við athyglisverðan leikmann.
Skagamenn hafa samið við athyglisverðan leikmann. Ljósmynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson

ÍA hefur samið við ítalska/íslenska knattspyrnumanninn Martin Montipo. Montipo fer beint á lán til nágrannanna í Kára.

Fótbolti.net greinir frá félagaskiptunum. Samkvæmt þýsku félagaskiptasíðunni Transfermarkt er Montipo með tvöfalt ríkisfang, ítalskt og íslenskt.

Hann er 21 árs gamall sóknarsinnaður miðjumaður sem hefur verið án félags í tæpt ár.

Montipo, sem er ættaður frá Húsavík en uppalinn á Ítalíu, hefur meðal annars áður spilað með yngri liðum Parma og Reggiana, auk þess að hafa spilað nokkra leiki í ítölsku D-deildinni.

mbl.is