Sölvi Snær til Breiðabliks

Sölvi Snær Guðbjargarson í leik með Stjörnunni.
Sölvi Snær Guðbjargarson í leik með Stjörnunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sölvi Snær Guðbjargarson, knattspyrnumaður úr Stjörnunni, er kominn í raðir Breiðabliks sem hefur keypt hann af Garðabæjarfélaginu.

Sölvi er uppalinn Stjörnumaður og hefur spilað 44 leiki fyrir félagið í efstu deild og skorað í þeim átta mörk en hann hefur komið inn á sem varamaður í báðum leikjum liðsins í deildinni til þessa.

mbl.is