Þriðji Blikinn til Vestmannaeyja

Atli Hrafn Andrason í leik með Breiðabliki í Lengjubikarnum í …
Atli Hrafn Andrason í leik með Breiðabliki í Lengjubikarnum í vetur. Mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Atli Hrafn Andrason er genginn til liðs við ÍBV frá Breiðablik og spilar því með Eyjamönnum í 1. deild karla í fótboltanum í sumar.

Atli er 22 ára gamall kantmaður, uppalinn hjá KR og var um skeið í röðum enska félagsins Fulham. Hann lék fimm úrvalsdeildarleiki með KR-ingum á árunum 2015-16 en kom  síðan til Víkinga frá Fulham og lék með þeim 2018-20. Þar spilaði hann 36 úrvalsdeildarleiki og skoraði tvö mörk.

Hann kom síðan til Breiðabliks frá Víkingi í ágúst á síðasta ári og lék fimm leiki með Kópavogsliðinu á lokaspretti Íslandsmótsins 2020 og skoraði eitt mark.

Þar með hefur ÍBV fengið þrjá leikmenn frá Breiðabliki í vor en áður sömdu Eyjamenn við Guðjón Pétur Lýðsson og fengu Stefán Inga Sigurðarson lánaðan.

mbl.is