Pridham best í 2. umferðinni - fékk 3 M

Delaney Baie Pridham í leik ÍBV og Breiðabliks.
Delaney Baie Pridham í leik ÍBV og Breiðabliks. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Delaney Baie Pridham, eða DB eins og hún er nú kölluð í Vestmannaeyjum, er leikmaður 2. umferðarinnar í Pepsi Max-deild kvenna hjá Morgunblaðinu.

Pridham, sem er 23 ára bandarískur framherji, hefur byrjað tímabilið afar vel með ÍBV, skorað þrjú mörk, og hún gerði tvö í mögnuðum sigri Eyjakvenna á Íslandsmeisturum Breiðabliks. Fyrir frábæra frammistöðu fékk hún þrjú M, hæstu einkunn Morgunblaðsins.

Brenna Lovera, framherji Selfyssinga, og Agla María Albertsdóttir, kantmaður Breiðabliks, eru báðar í úrvalsliði umferðarinnar í annað sinn. Lovera hefur skorað þrjú mörk fyrir topplið Selfyssinga í fyrstu tveimur leikjunum.

ÍBV á þrjá leikmenn í liði umferðarinnar sem sjá má í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert