Sindri er rifbeinsbrotinn

Sindri Snær Magnússon fagnar marki í leik með ÍA.
Sindri Snær Magnússon fagnar marki í leik með ÍA. Ljósmynd/Skagafréttir

Sindri Snær Magnússon, einn reyndasti leikmaður knattspyrnuliðs ÍA, er með tvö brotin rifbein eftir höggið sem hann fékk í leiknum gegn FH í Kaplakrika í gærkvöld.

Sindri, sem var að komast af stað eftir meiðsli, kom inn á hjá ÍA í upphafi síðari hálfleiks en hafði aðeins verið inni á vellinum í tvær mínútur þegar hann lenti í hörðu návígi og lá lengi eftir á vellinum. 

Skagamenn tilkynntu í morgun að tvö rifbein væru brotin og því er ljóst að Sindri verður frá keppni næstu vikurnar. Leikið er þétt til mánaðamóta og því útlit fyrir að hann missi af a.m.k. fjórum leikjum.

mbl.is