Fyrsti sigur Tindastóls í efstu deild

Murielle Tiernan er lykilmaður hjá Tindastóli.
Murielle Tiernan er lykilmaður hjá Tindastóli. Ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson

Tindastóll vann sinn fyrsta sigur í sögunni í efstu deild kvenna í fótbolta er liðið lagði ÍBV á heimavelli í dag, 2:1 í 3. umferð Pepsi Max-deildarinnar. 

Eyjakonur voru líflegri og voru meira í boltanum framan af leik en það voru þó Tindastóll sem tók forystuna í leiknum á 31. mínútu þegar María Dögg Jóhannesdóttir setti boltann í netið eftir fast leikatriði.

Stólakonur mættu ákveðnari til leiks í seinni hálfleik og bættu við öðru marki á 50. mínútu en þar var á ferðinni Hugrún Pálsdóttir. ÍBV náði ekki að koma sér í takt við leikinn og Tindastóll virtist síðan vera að sigla með sigurinn langleiðina heim þegar Aldís María Jóhannsdóttir kom boltanum í markið en réttilega dæmd rangstæð.

Eyjakonur reyndu sitt besta að brjóta vörn Tindastóls niður en það virtist þeim vera nær ómögulegt. Clara Sigurðardóttir minnkaði þó muninn fyrir ÍBV á 79. mínútu en nær komust gestirnir ekki. Stólakonur héldu skipulagi sínu vel og sigldu sigrinum, þeim fyrsta í sögu Tindastóls í efstu deild, heim.

Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði Tindastóls, stóð sig frábærlega í vörninni og stýrði liði sínu vel ásamt því að Jacqueline Altschuld stóð sig frábærlega á miðsvæðinu og fór allt spil Tindastóls meira og minna í gegnum hana. Úrslit leiksins klárlega vonbrigði fyrir Eyjakonur og þeirra býður súr ferð heim til Vestmanneyja.

Tindastóll 2:1 ÍBV opna loka
90. mín. Eyjastelpur liggja á stólastelpum þessa stundina - en stólastelpur verjast vel
mbl.is