Landsliðskonan mætt aftur

Fanndís Friðriksdóttir er mætt aftur.
Fanndís Friðriksdóttir er mætt aftur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landsliðskonan Fanndís Friðriksdóttir er mætt aftur í fótboltann, en hún eignaðist sitt fyrsta barn í febrúar á þessu ári. 

Fanndís er á varamannabekk Vals sem fær Fylki í heimsókn í Pepsi Max-deildinni í dag, en hún lék síðast í deildinni í 4. umferðinni í fyrra. 

Fanndís á 109 landsleiki að baki þar sem hún hefur skorað 17 mörk og er ljóst að hún mun styrkja Valsliðið til muna. 

mbl.is