Mikkelsen bestur í þriðju umferð

Thomas Mikkelsen í leik Breiðabliks og Leiknis á dögunum.
Thomas Mikkelsen í leik Breiðabliks og Leiknis á dögunum. Ljósmynd/Haukur Gunnarsson

Thomas Mikkelsen, danski framherjinn hjá Breiðabliki, er besti leikmaður þriðju umferðar Pepsi Max-deildar karla í fótbolta hjá Morgunblaðinu.

Mikkelsen skoraði þrennu og lagði upp eitt mark að auki þegar Blikar sigruðu Keflvíkinga 4:0 í fyrrakvöld og hann fékk tvö M fyrir frammistöðu sína í blaðinu. Daninn er eini leikmaðurinn sem fékk tvö M í umferðinni.

Matthías Vilhjálmsson fyrirliði FH-inga er í annað skipti í úrvalsliði Morgunblaðsins eftir þriðju umferðina, fyrir frammistöðu sína í 5:1 sigrinum á ÍA. Matthías og Brynjar Ingi Bjarnason, miðvörður KA, eru einu leikmennirnir sem hafa verið valdir tvisvar í liðið í fyrstu þremur umferðum deildarinnar.

Úrvalslið 3. umferðar má sjá í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert