HK stóð í FH en það dugði ekki til

Steven Lennon og Ásgeir Börkur Ásgeirsson eigast við í kvöld.
Steven Lennon og Ásgeir Börkur Ásgeirsson eigast við í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

HK-menn stóðu rækilega í FH í kvöld þegar liðin mættust í Kórnum í Kópavogi og fengu vítaspyrnu til að ná yfirhöndinni en hún fór forgörðum svo þrautreyndir FH-ingar náðu undirtökuum og Ágúst Eðvald Hlynsson refsaði tvívegis í 3:1 sigri FH.   Leikið var í 4. Umferð efstu deildar karla í fótbolta, Pepsi Max deildinni.  Með sigrinum tókst FH að taka 2. Sæti af Víkingum.

Gestirnir úr Hafnarfirði áttu fleiri sóknir en komust ekki í færi.  Það gerðu HK-menn hins vegar, snöggir fram og bit í sókninni enda skilaði það marki á 28. Mínútu þegar Birnir Snær Ingason fylgdi eftir þriðja skoti í sömu sókn.  Vel gert, hikaði ekki þegar boltinn var á lausu.   Það liðu hins vegar aðeins 5 mínútur þar til Ágúst Eðvald Hlynsson jafnaði metin með marki af stuttu færi eftir að varnarmaður féll við.   Fljótlega hresstust FH-ingar enda dómarinn ekki hallur undir HK-menn, sem eyddu púðri í að kvarta.  Á 39. Mínútu féll Örvar Eggertsson við í teig FH svo dæmt var víti, Stefan Ljubicic tók það en laust skot hans í vinstra hornið var auðvarið, Gunnar Nielsen löngu mættur þangað og greip boltann.

Eftir jafnar fyrstu mínútur síðari hálfleiks kom Ágúst Eðvald FH í forystu á 56. Mínútu þegar hann þrumaði boltanum úr miðjum vítateig vinstra megin eftir frábæra sendingu Matthíasar Vilhjálmssonar.   Þetta mark fór ekki vel í HK og það mátti sjá sjálfstraustið koma yfir gestina sem náðu undirtökunum, en HK-menn náðu sér aftur á strik svo leikurinn var nokkuð jafn.   Steven Lennon gerði síðan út um vonir HKR þegar hann skaut inn sendingu Ágústs Eðvalds á 85. Mínútu.

HK-menn voru skipulagðir og góðir - vörnin sterk, góð vinnsla á miðjunni og framlínan hættuleg með Stefán í fremstu víglínu.  Þannig náðu þeir snöggum sóknum og sköpuðu hættu en það verður að segjast að dómarinn var þeim erfiður. 

FH-ingar voru að venju agaðir og skipulagðir, flestir hoknir af reynslu en áttu í smá basli með snöggar sóknir HK.  Voru hins vegar flottir í sóknum sínum þar sem Ágúst Eðvald átti marga sprettina en þeim tókst sjaldan að koma sér í færi gegn þéttri vörn HK, en svo kom að því.  Reynslan fór síðan að skila sér þegar leið á leikinn og FH gaf ekki færi á sér.

HK 1:3 FH opna loka
90. mín. Birnir Snær Ingason (HK) á skot sem er varið Ágæt tilraun en á markmanninn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert