Tveir nýliðar í hópnum

Kristín Dís Árnadóttir er í landsliðshópnum.
Kristín Dís Árnadóttir er í landsliðshópnum. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari A-landsliðs kvenna í knattspyrnu, hefur valið 23 leikmenn sem taka þátt í tveimur vináttuleikjum gegn Írlandi í júní. 

Tveir nýliðar eru í hópnum að þessu sinni. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving markvörður hjá ÍBV og Kristín Dís Árnadóttir varnarmaður úr Breiðabliki. 

Leikirnir fara fram á Laugardalsvelli dagana 11. og 15. júní. Miðasala hófst á hádegi en 1.800 áhorfendur geta sótt leikinn, 300 í hverju hólfi. 

-Fram kom hjá Þorsteini á blaðamannafundi sem nú stendur yfir að Guðný Árnadóttir og Hlín Eiríksdóttir séu meiddar og séu ekki í hópnum af þeim sökum. Fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir er barnshafandi eins og kunnugt er. 

Spurður út í nýliðana sagði Þorsteinn að Auður hafi staðið sig vel undanfarið og gert vel í síðustu leikjum. Hún ætti að vera framtíðarmarkvörður og líkleg til að vera í kringum landsliðið næsta áratuginn.

Þorsteini langar að sjá Kristínu í svo sterkum leikmannahópi og ákvað að gefa henni tækifæri en hann þekkir vel til hennar sem fyrrverandi þjálfari Breiðabliks. 

Hópurinn: 

Markverðir:

Sandra Sigurðardóttir | Valur | 35 leikir

Cecilía Rán Rúnarsdóttir | Örebro | 2 leikir

Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving | ÍBV

Aðrir leikmenn:

Hafrún Rakel Halldórsdóttir | Breiðablik | 2 leikir

Elísa Viðarsdóttir | Valur | 39 leikir

Glódís Perla Viggósdóttir | Rosengård | 91 leikir, 6 mörk

Ingibjörg Sigurðardóttir | Vålerenga | 35 leikir

Guðrún Arnardóttir | Djurgarden | 9 leikir

Kristín Dís Árnadóttir | Breiðablik

Hallbera Guðný Gísladóttir | AIK | 118 leikir, 3 mörk

Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir | Breiðablik | 4 leikir

Andrea Rán Hauksdóttir | Breiðablik | 11 leikir, 2 mörk

Dagný Brynjarsdóttir | West Ham | 90 leikir, 29 mörk

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir | Orlando Pride | 78 leikir, 10 mörk

Alexandra Jóhannsdóttir | Eintracht Frankfurt | 12 leikir, 2 mörk

Karitas Tómsdóttir | Breiðablik | 2 leikir

Berglind Rós Ágústsdóttir | Örebro | 2 leikir

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir | Bayern München | 6 leikir, 2 mörk

Berglind Björg Þorvaldsdóttir | Le Havre | 50 leikir, 6 mörk

Elín Metta Jensen | Valur | 56 leikir, 16 mörk

Agla María Albertsdóttir | Breiðablik | 35 leikir, 2 mörk

Sveindís Jane Jónsdóttir | Kristianstad | 7 leikir, 2 mörk

Svava Rós Guðmundsdóttir | Bordeaux | 24 leikir, 1 mark

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert