Fimm breytingar á byrjunarliði Íslands

Andri Fannar Baldursson er í byrjunarliði Íslands í Poznan í …
Andri Fannar Baldursson er í byrjunarliði Íslands í Poznan í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Arnar Þór Viðarsson þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu hefur gert fimm breytingar á byrjunarliðinu fyrir vináttulandsleikinn gegn Póllandi sem hefst klukkan 16.00 í Poznan.

Rúnar Alex Rúnarsson kemur í markið fyrir Ögmund Kristinsson, Guðmundur Þórarinsson er vinstri bakvörður fyrir Valgeir Lunddal Friðriksson, Mikael Anderson og Andri Fannar Baldursson byrja á miðjunni í stað Jóns Dags Þorsteinssonar og Ísaks Bergmanns Jóhannessonar og Albert Guðmundsson er í fremstu víglínu í stað Kolbeins Sigþórssonar.

Liðið er þannig skipað:

Mark: Rúnar Alex Rúnarsson

Vörn: Alfons Sampsted, Hjörtur Hermannsson, Brynjar Ingi Bjarnason, Guðmundur Þórarinsson.

Miðja: Mikael Anderson, Aron Einar Gunnarsson, Andri Fannar Baldursson, Birkir Bjarnason.

Sókn: Albert Guðmundsson, Jón Daði Böðvarsson.

Varamenn: Ögmundur Kristinsson, Elías Rafn Ólafsson, Aron Elís Þrándarson, Ísak Bergmann Jóhannesson, Kolbeinn Þórðarson, Ísak Óli Ólafsson, Jón Dagur Þorsteinsson, Valgeir Lunddal Friðriksson, Sveinn Aron Guðjohnsen, Stefán Teitur Þórðarson, Gísli Eyjólfsson.

Kolbeinn Sigþórsson og Þórir Jóhann Helgason eru ekki með í dag en þeir fóru til sinna félagsliða eftir leikinn í Færeyjum.

mbl.is