KSÍ skoðar næstu skref í máli Eiðs

Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnusamband Ísland, KSÍ, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar mbl.is um Eið Smára Guðjohnsen, aðstoðarþjálfara íslenska liðsins.

Fyrr í dag greindi mbl.is frá því að starf aðstoðarþjálfarans héngi á bláþræði eftir að myndband af honum í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur fór í dreifingu á samfélagsmiðlum.

Við vitum af málinu, erum að afla frekari upplýsinga og skoða næstu skref og munum upplýsa um framhaldið við fyrsta tækifæri,“ segir í tilkynningu KSÍ.

Samkvæmt heimildum mbl.is hefur forysta KSÍ gefið Eiði tvo kosti; að fara í meðferð eða missa starfið en hann hefur verið aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins frá því í desember á síðasta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert