FH og Stjarnan fengu bæði írsk lið – Blikar til Lúxemborgar

FH-ingar mæta Sligo Rovers.
FH-ingar mæta Sligo Rovers. Ljósmynd/Kristinn Steinn Traustason

FH mun mæta Sligo Rovers og Stjarnan mætir Bohemians í fyrstu umferð nýrrar Evrópukeppni, Sambandsdeildar Evrópu. Breiðablik mun þá mæta liði frá Lúxemborg. Dregið var í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss rétt í þessu.

Bæði Sligo Rovers og Bohemians eru frá Írlandi. Í báðum tilvikum munu fyrri leikir FH og Stjörnunnar fara fram á Íslandi.

Breiðablik var einnig í pottinum og dróst gegn Racing FC Union Lúxemborg sem er eins og nafnið gefur til kynna frá Lúxemborg. Fer fyrri leikurinn fram þar í landi.

Drátturinn:

FH – Sligo Rovers

Stjarnan – Bohemians

Racing FC Union Lúxemborg  Breiðablik

Fyrr í dag dróst Valur gegn Dinamo Zagreb í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu. Falli Valur úr leik þar fer liðið í aðra umferð Sambandsdeildarinnar.

mbl.is