Get ekki sagt meira en það

Berglind Björg Þorvaldsdóttir kemur Íslandi yfir í leiknum í dag.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir kemur Íslandi yfir í leiknum í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Mér fannst við ekki byrja vel. Við vorum að pressa þær út um allt einhvern veginn. Svo varð þetta betra í seinni hálfleik,“ sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir á blaðamannafundi eftir 2:0-sigur Íslands á Írlandi í vináttuleik í fótbolta á Laugardalsvelli í kvöld. 

Berglind skoraði fyrra mark Íslands með skoti af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Andreu Rán Snæfeld Hauksdóttir. „Þetta var sending frá Andreu og ég næ að taka við boltanum og klobba markmanninn held ég,“ sagði framherjinn um markið. 

Berglind er samningsbundin Le Havre í Frakklandi en liðið féll úr efstu deild á síðustu leiktíð. Hún virtist hika smá þegar talið barst um framtíð hennar hjá félaginu. „Planið er að fara um miðjan júlí eins og staðan er núna, en ég get ekki sagt meira en það. Ég tek frí í nokkra daga núna en æfi svo kannski með Breiðabliki áður en ég fer út,“ sagði Berglind.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert