Aftur dugði einn góður hálfleikur

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir fagnar öðru marki Íslands í gær.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir fagnar öðru marki Íslands í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ísland vann 2:0-sigur á Írlandi í vináttuleik kvenna í fótbolta á Laugardalsvelli í gær. Ísland vann einnig þegar liðin mættust síðastliðinn föstudag, þá 3:2, og sigraði því írska liðið tvisvar í tveimur tilraunum.

Leikirnir gefa góð fyrirheit fyrir undankeppni HM sem hefst í september, þar sem Ísland fær verðugt verkefni í fyrsta leik; heimaleik gegn Evrópumeisturum Hollands.

Leikur tveggja hálfleika er gömul klisja, en rétt eins og í fyrri leik liðanna á föstudag var mikill munur á leik íslenska liðsins fyrir og eftir hálfleikinn.

Íslensku leikmennirnir voru ólíkir sjálfum sér fyrir hlé og vantaði meiri orku í sóknarleik liðsins. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir náðu ekki að skapa mikið á köntunum og Berglind Björg Þorvaldsdóttir fékk ekki úr miklu að moða. Þá var íslenska liðið oft undir í baráttunni á miðjunni og var boltinn meira á vallarhelmingi Íslands.

Sjáðu umfjöllunina um leikinn í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins sem kom út í morgun. 

Berglind Björg Þorvaldsdóttir skorar fyrra markið.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir skorar fyrra markið. mbl.is/Kristinn Magnússon
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »