Mikilvægur sigur Keflvíkinga

Arnar Freyr Ólafsson ver á marklínu HK á ótrúlegan hátt …
Arnar Freyr Ólafsson ver á marklínu HK á ótrúlegan hátt í síðari hálfleiknum í kvöld. Ljósmynd/Hilmar/Víkurfréttir

HK og Keflavík mættust suður með sjó í Keflavík á HS Orkuvellinum nú í kvöld í Pepsi Max deild karla í fótbolta. Fyrir leik voru HK í níunda sæti á meðan Keflavík vermdu botninn í deildinni.

Svo fór að Keflvíkingar náðu að landa sínum öðrum sigri í deildinni með 2:0 sigri og liðin eru nú jöfn í níunda og tíunda sætinu með sex stig, eins og Stjarnan sem spilar síðar í kvöld.

Það var svo sem engin glans knattspyrna sem boðið var uppá í fyrri hálfleik en glæddist aðeins úr þegar leið á seinni 45 mínúturnar þetta kvöldið í Keflavík en bæði lið voru í nokkrum vandræðum hemja boltann í rokinu. Það var á 41. mínútu sem að Kelfvíkingar komust yfir í leiknum eftir að Joey Gibbs skoraði glæsilega úr aukaspyrnu, með skoti í varnarmann og inn. Gibbs bætti svo við seinna marki leiksins með þrumufleyg í uppbótartíma leiksins.

Framan af leik þá spilaðist hann þannig að HK voru meira með boltann og líklegri til afreka þó svo að þeir sköpuðu sér engin hættuleg færi ef undan er talið sláarskot frá Birni Snæ Ingasyni. Mark Keflvíkinga kom því nokkuð gegn gangi leiksins sem fram að því höfðu lítið náð að skapa sér spilandi gegn rokinu. Keflvíkingar náðu inná milli ágætis spili en skorti að hnýta lokahnútinn á það spil.

Í seinni hálfleik náðu Keflvíkingar vissulega að klára spilið en þá vantaði að reka lokahöggið á markaskorun. Á löngum kafla í seinni hálfleik sýndu Keflvíkingar spil sem verðugt er í Pepsi Max deildinni. Á meðan koðnaði HK liðið niður og reyndi að verjast og var þar Arnar markvörður þeirra í akkorði við að verja skot Keflvíkinga og gerði vel.

Markið virtist vera ákveðið rothögg fyrir HK því þeir voru nánast algerlega getulausir eftir það og sköpuðu sér lítið eins og þeir spiluðu nú prýðilega í fyrri hálfleik. Úrslitin eru svo sem sanngjörn þar sem að Keflvíkingar sköpuðu sér töluvert fleiri og hættulegri færi. Annar sigur Keflvíkinga í sumar og spilamennska þeirra í seinni hálfleik vonandi eitthvað fyrir þá til að byggja á fyrir komandi leiki.

Keflavík 2:0 HK opna loka
90. mín. Frans Elvarsson (Keflavík) fær gult spjald Brot
mbl.is