Tristan var bestur í áttundu umferð

Tristan Freyr Ingólfsson í leik með Stjörnunni á Akranesi í …
Tristan Freyr Ingólfsson í leik með Stjörnunni á Akranesi í vor. Ljósmynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson

Tristan Freyr Ingólfsson, 22 ára gamall vinstri bakvörður Stjörnunnar, var besti leikmaður áttundu umferðar Pepsi Max-deildar karla í fótbolta að mati Morgunblaðsins.

Hann fékk tvö M fyrir frammistöðu sína gegn Val um síðustu helgi en þá lagði hann upp bæði mörk Stjörnunnar í 2:1 sigri. Það var fyrsti sigur Stjörnunnar og fyrsta tap Vals á tímabilinu. Þetta er fyrsta tímabil Tristans í úrvalsdeild en hann hefur áður leikið með KFG í 2. deild og var í láni hjá Keflavík í 1. deildinni á síðasta ári.

Kári Árnason varnarmaður Víkings er í liði umferðarinnar í þriðja sinn á tímabilinu. Áttundu umferð tilheyrðu fjórir leikir á laugardag og mánudag og svo leikirnir ÍA – KA og Keflavík – HK á miðvikudaginn.

Úrvalslið 8. umferðar má sjá í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »