Sextán ára hetja í dramatík á Húsavík

Jakob Héðinn Róbertsson skorar markið mikilvæga fyrir Völsung í kvöld.
Jakob Héðinn Róbertsson skorar markið mikilvæga fyrir Völsung í kvöld. Ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson

Jakob Héðinn Róbertsson, 16 ára strákur, skaut Völsungi áfram í sextán liða úrslit bikarkeppninnar, Mjólkurbikarsins, þegar liðið tók á móti Leikni frá Fáskrúðsfirði í 32-liða úrslitum á Vodafone-vellinum á Húsavík í dag.

Það var markalaust á Húsavík, allt þangað til á 85. mínútu, þegar Björgvin Stefán Pétursson kom Leiknismönnum yfir.

Sæþór Olgeirsson jafnaði hins vegar metin fyrir Völsung þremur mínútum síðar og því var gripið til framlengingar.

Þar var það Jakob Héðinn sem skoraði sigurmark leiksins á 103. mínútu og lokatölur því 2:1, Völsungi í vil, á Húsavík. Hann varð sextán ára gamall síðasta laugardag og markið er það fyrsta sem hann skorar í mótsleik með meistaraflokki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert