Tómas Leó hetja Hauka

Haukar verða í pottinum þegar dregið verður í sextán liða …
Haukar verða í pottinum þegar dregið verður í sextán liða úrslit bikarkeppninnar. mbl.is/Árni Sæberg

Haukar eru komnir áfram í sextán liða úrslit bikarkeppni karla í knattspyrnu, Mjólkurbikarsins, eftir 2:1-sigur gegn KF á Ólafsfjarðarvelli í dag.

Kristófer Dan Þórðarson kom Haukum yfir á 5. mínútu en Cameron Botes jafnaði metin fyrir KF fimm mínútum síðar.

Tómas Leó skoraði svo sigurmark leiksins á 68. mínútu og skaut Haukum áfram í sextán liða úrslitin en KF er úr leik.

mbl.is