Davíð bestur í 9. umferðinni

Davíð Ingvarsson.
Davíð Ingvarsson. Ljósmynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson

Davíð Ingvarsson, 22 ára gamall vinstri bakvörður Breiðabliks, var besti leikmaður níundu umferðar Pepsi Max-deildar karla í fótbolta að mati Morgunblaðsins.

Davíð fékk tvö M fyrir frammistöðu sína en hann fór fyrir frábæru liði Breiðabliks þegar það gjörsigraði FH 4:0 á sunnudagskvöldið og lagði upp tvö fyrstu mörkin. Davíð lék vinstra megin í þriggja manna vörn Blika en skaut sér hvað eftir annað upp vinstri kantinn og gerði mikinn usla í vörn FH-inga.

Kristinn Steindórsson, félagi Davíðs, er í þriðja skipti í liði umferðarinnar og fjórir leikmenn eru valdir í liðið í annað skipti. 

Lið umferðarinnar er að finna í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »