Hildigunnur best í 7. umferð

Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir í leik með Stjörnunni.
Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir í leik með Stjörnunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir, átján ára framherji í liði Stjörnunnar, var besti leikmaður sjöundu umferðar Pepsi Max-deildar kvenna í fótbolta að mati Morgunblaðsins.

Hildigunnur skoraði tvö mörk í 3:0-sigri Stjörnunnar á ÍBV og fékk tvö M fyrir frammistöðu sína. Hún hefur nú skorað fimm af níu mörkum Garðabæjarliðsins í ár og er komin með ellefu mörk í fyrstu 29 leikjum sínum í efstu deild.

Agla María Albertsdóttir var enn og aftur í lykilhlutverki hjá Breiðabliki og er í liði umferðarinnar í fimmta skipti á tímabilinu. Breiðablik vann Selfoss 4:0 í toppslag deildarinnar og á þrjá leikmenn í liðinu.

Lið umferðarinnar er að finna í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert