Níu bikarleikir og úrvalsdeildarlið mætast í tveimur

Ásgeir Sigurgeirsson úr KA og Brynjar Gauti Guðjónsson úr Stjörnunni …
Ásgeir Sigurgeirsson úr KA og Brynjar Gauti Guðjónsson úr Stjörnunni mætast með liðum sínum í Garðabænum í kvöld. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Meirihluti leikjanna í 32 liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta verður leikinn í kvöld en þá fara fram níu leikir og í tveimur þeirra mætast úrvalsdeildarlið.

Fyrstu þrjú liðin tryggðu sér í gær sæti í sextán liða úrslitunum þegar Þór vann Grindavík, Haukar unnu KF í Ólafsfirði og Völsungur vann Leikni frá Fáskrúðsfirði.

Í kvöld mætast úrvalsdeildarliðin Stjarnan og KA klukkan 18 í Garðabæ og klukkan 20 hefst í Keflavík viðureign heimamanna og Breiðabliks.

Hinir leikirnir eru þessir:

18.00 ÍR - ÍBV
18.00 Afturelding - Vestri
18.00 KFS - Víkingur Ó.
19.15 ÍA - Fram
19.15 HK - Grótta
19.15 Augnablik - Fjölnir
19.15 FH - Njarðvík

FH-ingar leika sinn fyrsta leik eftir að Ólafur Jóhannesson sneri aftur til félagsins sem þjálfari en hann tók við af Loga Ólafssyni á mánudaginn. FH tekur á móti Njarðvík, undir stjórn Bjarna Jóhannssonar, sem hefur ekki tapað leik í 2. deild.

Á Akranesi er áhugaverður slagur gamalla stórvelda þegar botnlið úrvalsdeildar, ÍA, tekur á móti toppliði 1. deildar, Fram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert