KR í basli gegn Kára - Þórður með þrennu

Arnór Smárason gefur sendingu gegn Leikni á Hlíðarenda í kvöld.
Arnór Smárason gefur sendingu gegn Leikni á Hlíðarenda í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Úrvalsdeildarliðin Valur, KR og Fylkir komust áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla í knattspyrnu í kvöld. 

Á Hliðarenda mættust tvö úrvalsdeildarlið en þar hafði Valur betur gegn Leikni úr Breiðholti 2:0. Guðmundur Andri Tryggvason og Sverrir Hjaltested skoruðu fyrir Val í kvöld. 

Fylkir burstaði 4. deildarlið Úlfanna 7:0, í Árbænum þar sem Þórður Gunnar Hafþórsson skoraði þrjú mörk fyrir Árbæinga. Djair Parfitt-Williams skoraði tvö mörk og Birkir Eyþórsson eitt en fyrsta markið var sjálfsmark Úlfanna.

KR varð að láta sér nægja 2:1 sigur gegn Kára í Akraneshöllinni. Kári var raunar 1:0 yfir lengi vel, Marinó Hilmar Ásgeirsson skoraði á lokamínútum fyrri hálfleiks en Skagaliðið er í 12. og neðsta sæti í 2. deild eða þriðju efstu deild Íslandsmótsins. KR-ingum tókst að snúa taflinu sér í hag með mörkum Óskars Arnar Haukssonar og Ægis Jarls Jónassonar á 71. og 75. mínútu. 

Guðmundur Andri Tryggvason fagnar eftir að hafa skorað fyrir Val …
Guðmundur Andri Tryggvason fagnar eftir að hafa skorað fyrir Val gegn Leikni í kvöld. Ljósmynd/Þorsteinn Ólafs
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert