Mér fannst við heilt yfir betri í þessum leik

Ragnar Bragi Sveinsson fyrirliði Fylkis.
Ragnar Bragi Sveinsson fyrirliði Fylkis. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Mér finnst þetta bara svekkjandi,“ sagði Ragnar Bragi Sveinsson fyrirliði Fylkis eftir 1:1 jafntefli gegn Val þegar þegar liðin mættust í kvöld að Hlíðarenda í efstu deild karla í knattspyrnu, Pepsi-Max-deildinni.

„Mér fannst þetta bara nokkuð jafnt til að byrja með en svo fórum við að taka yfirhöndina í fyrri hálfleik og byrjun seinni hálfleik líka þannig en svo skora Valsarar. Við fórum þá að færa okkur framar svo þeir fá nokkur góð færi en mér fannst við heilt yfir aðeins betri í þessum leik. Þess vegna er þetta svona svekkjandi.“  

Fylkir hefur átt sína spretti í sumar en aðra slaka og eru 7. sæti deildarinnar með flest jafnteflin, alls 5, en fyrirliðinn sagði stíganda í liðinu.  „Við spiluðum feikifínan leik gegn Skaganum síðast og unnum en leikurinn þar á undan gegn Breiðabliki var mjög dapur svo það hefur verið smá óstöðugleiki í þessu hjá okkur. Mér finnst við hafa átt tvo lélega leiki, aðrir fínir svo nokkrir mjög góðir svo ég er mjög ánægður með stígandann í liðinu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert