Mikilvægur sigur fyrir stöðu okkar í deildinni

Þóra Björg Stefánsdóttir skoraði fyrra mark ÍBV.
Þóra Björg Stefánsdóttir skoraði fyrra mark ÍBV. mbl.is/Sigfús

„Mér fannst þetta svolítið mikill barningur með miklum hraða,“ sagði Þóra Björg Stefánsdóttir sem skoraði fyrra mark ÍBV í 2:1 sigri á Fylki í Árbænum kvöld þegar leikið var í 9. umferð efstu deildar kvenna í knattspyrnu, Pepsi Max-deildinni.

Þóra Björg var í byrjunarliðinu því hún tók stöðu Kristínu Erman, sem er farinn úr Eyjum og vill meiri stöðugleika.   „Ég myndi segja að við höfum styrkt okkur í deildinni.   Við eru góðar á köflum, höfum átt góða leiki og slæma.  Liðið hefur alveg að náð saman en við höfum ekki náð að halda okkur á strikinu.  Það kemur vonandi hjá okkur núna og þetta var mikilvægur fyrir stöðu okkar í deildinni. Það var gott að byrja inná og það var sérstaklega gott að skora, hafði skorað eitt mark á tímabilinu,“ bætti Þóra Björg við.

mbl.is