Orri, Kristinn og Hansen eru efstir í M-gjöfinni

Orri Hrafn Kjartansson er aðeins 19 ára gamall og á …
Orri Hrafn Kjartansson er aðeins 19 ára gamall og á meðal efstu leikmanna í M-gjöf Morgunblaðsins. Ljósmynd/Unnur Karen

Þrír leikmenn eru efstir og jafnir í einkunnagjöf Morgunblaðsins, M-gjöfinni, í úrvalsdeild karla í fótbolta þegar keppni er um það bil hálfnuð.

Nikolaj Hansen, sóknarmaður úr Víkingi, Kristinn Jónsson, vinstri bakvörður KR-inga, og Orri Hrafn Kjartansson miðjumaður Fylkismanna hafa allir fengið samtals 10 M fyrir frammistöðu sína í leikjum sinna liða.

Orri Hrafn hefur leikið ellefu af tólf leikjum Fylkis, tíu þeirra í byrjunarliði, en þeir Hansen og Kristinn hafa báðir leikið alla tólf leiki sinna liða í byrjunarliði.

Orri hefur einu sinni fengið tvö M, þrisvar verið valinn í lið umferðarinnar og átta sinnum fengið eitt M.

Hansen hefur tíu sinnum fengið eitt M og fékk þau í tíu leikjum Víkings í röð, frá annarri til elleftu umferðar. Hann hefur tvisvar verið valinn í lið umferðarinnar.

Kristinn hefur einu sinni fengið tvö M og átta sinnum eitt M en hann hefur einu sinni verið í liði umferðarinnar.

Chopart á hælum þeirra

Kennie Chopart, hægri bakvörður KR-inga, er á hælum þremenninganna en hann hefur spilað tíu af tólf leikjum Vesturbæjarliðsins og fengið samtals 9 M í einkunnagjöfinni.

Umfjöllun um M-gjöfina í úrvalsdeild karla í fótbolta má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert