Breiðablik í bikarúrslit eftir ótrúlegan sveifluleik

Kristín Dís Árnadóttir sækir að Cyera Hintzen á Kópavogsvelli í …
Kristín Dís Árnadóttir sækir að Cyera Hintzen á Kópavogsvelli í kvöld. Karitas Tómasdóttir fylgist með. mbl.is/Árni Sæberg

Þrátt fyrir að Valskonur ættu meira í leiknum og skoruðu þrjú mörk er þær sóttu Blika heim í kvöld þegar leikið  var í undanúrslitum bikarkeppninnar dugði það ekki til því Blikar líka nokkra kafla, sem dugði til að skora fjögur mörk, vinna 4:3 í frábærum leik þar sem tvö síðustu mörkin komu bæði í uppbótartíma.   Breiðablik er því komið bikarúrslitaleik við Þrótt.  Frábær baráttuleikur, vel spilað og barist.   

Ef ætlun gestanna frá Hlíðarenda var að kaffæra Blikakonur þá gekk það nokkuð vel og fyrstu fimmtán mínúturnar voru Blikar í mestu vandræðum, gekk illa að átta sig á sóknum Vals og áttu í mestu erfiðleikum að hreinsa frá en tókst engu að síður að þrauka.   Fóru þá aðeins að færa sig framar og fengu gott færi en annað var það ekki.  Það má samt ekki vanmeta neinn leikmann og á 21. mínútu var Karítas Tómasdóttir hægra megin, gaf þvert fyrir marki Vals og út við stöng var Agla María Albertsdóttir mætt til að skora af stuttu færi.

Strax í byrjun síðari hálfleiks leit út fyrir að brekkan yrði mjög brött fyrir Val því Selma Sól Magnúsdóttir skoraði með frábæru skot frá hægra markteigshorni í vinstra hornið og Breiðablik komið í 2:0 áður er tvær mínútur voru liðnar af síðari hálfleik.  Gleðin stóð aðeins yfir í rúma mínútu því Mary Alice Vignola nýtt sér svakaleg mistök í vörn Blika og minnkaði muninn í 2:1.  Aftur allt opið nema hvað þessi markahrina virtist kveikja betur í Valskonum, sem sóttu stíft, komnar á bragðið.    Áfram var barist og mark Vals lá eiginlega í loftinu en eins og í fyrri hálfleik gáfu Blikar lítið fyrir það, náðu góðri sókn og Taylor Ziemer skoraði eftir góða sendingu Tiffany, staðan 3:2 á 73. mínútu.   Enn sóttu Valskonur og Fanndís Friðriksdóttir jafnaði þegar mínúta var liðin af uppbótartíma en það var nægur tími fyrir Áslaugu Mundu Guðmundsdóttir til að skora sigurmark Breiðabliks.  Þvílíkur endasprettur.

Oft mæddi mikið á vörn Breiðabliks en þrátt fyrir að Heiðdís Lillýardóttir og Kristín Dís Árnadóttir ættu stundum í basli tókst þeim þó að stöðva markar sóknir Vals.  Miðjan náði sér ekki alveg á strik en í framlínunni var Agla María alltaf líkleg til stórræða og Tiffany McCarty hélt vörn Vals líka við efnið.

Það reyndi ekki eins mikið á vörn Vals en Mary Alice Vignola hélt vel aftur af Áslaugu Mundu, skæðum framherja Blika.  Ída Marín og Lára Kristín Pedersen voru einnig öflugar og í fremstu víglínu var Cyera Hintzen vörn Blika mjög erfið, nýtti sér öll mistök og kom sér í færi.

Viðtölin koma á eftir.

Breiðablik 4:3 Valur opna loka
90. mín. Tvær mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert