Fáum milljón færi en skorum bara eitt

Orri Sigurður með boltann í dag.
Orri Sigurður með boltann í dag. Ljósmynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson

„Einbeiting í föstum leikatriðum og náum ekki að nýta færin hinum megin,“ sagði Orri Sigurður Ómarsson, leikmaður Vals, í samtali við mbl.is eftir óvænt tap liðsins fyrir ÍA í Pepsi Max-deildinni í fótbolta í dag.

„Mér fannst við töluvert betri í þessum leik, en þeir gerðu sitt vel og það má hrósa þeim fyrir það. Þeir héldu línunni vel en við áttum að refsa betur,“ bætti Orri við. Hann segir Valsmenn ekki hafa vanmetið ÍA í dag, þrátt fyrir að Valur væri á toppnum og ÍA á botninum.

„Alls ekki, það er engin værukærð yfir því að klúðra færum og vera ekki með einbeitingu í föstum leikatriðum. Þeir gerðu þetta vel og það verður ekki tekið af þeim. Það fóru tvö í stöngina og eitt í slánna hjá. Þetta er munurinn á liðunum; þeir fá tvö færi og skora tvö á meðan við fáum milljón færi og skorum bara eitt,“ sagði Orri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert