Aron bestur í 13. umferðinni

Aron Snær Friðriksson átti stórleik í 0:1 tapi gegn FH …
Aron Snær Friðriksson átti stórleik í 0:1 tapi gegn FH í umferðinni. Ljósmynd/Kristinn Steinn Traustason

Aron Snær Friðriksson markvörður Fylkis var besti leikmaðurinn í 13. umferð úrvalsdeildar karla í fótbolta að mati Morgunblaðsins.

Aron átti afar góðan leik með Fylki gegn FH í Kaplakrika á sunnudagskvöldið, varði hvað eftir annað mjög vel en náði þó ekki að forða Árbæjarliðinu frá 1:0 ósigri. Hann fékk tvö M fyrir frammistöðu sína og það fékk reyndar einnig markvörður FH, Gunnar Nielsen.

Sex leikmenn eru valdir í fyrsta sinn í lið umferðarinnar, þar á meðal tveir Skagamenn eftir sigurinn óvænta á Val. Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks og Sævar Atli Magnússon fyrirliði Leiknis eru hins vegar báðir í liði umferðarinnar í fjórða sinn á tímabilinu.

Lið 13. umferðar má sjá í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »